3.8.2009 | 08:38
Verslunarmenn í vanda
Í dag er frídagur verslunarmanna og útlitið fyrir þá stóru stétt er svart.
Skuldum vafðar verslanir og keðjur sem haldið er gangandi af fjármagnslausu bankakerfi væri nógu slæmt ef kúnninn væri ekki rúinn inn að skinni og gjaldmiðilinn hruninn.
Það versla ekki margir annað en allra brýnustu nauðsynir þegar stærsti hluti tekna fer í borga síhækkandi skatta og skuldir.
Það er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að verslunarhúsnæði hér á landi sé um helmingi og stórt miðað við núverandi aðstæður. Hvers lengi er hægt að þrauka? Margir munu halda sér gangandi til jóla en í janúar má búast við að margar verslanir loki.
Því miður er margir að halda upp á sinn síðasta frídag sem meðlimir stéttarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Athugasemdir
Það er eins og góður maður sagði við mig: "Það eina sem fólk kaupir í dag er matur og bensín á bílinn".
Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.8.2009 kl. 18:48
Hætt við minn kæri.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.