Dómstólar ákvarða hvað er löglegt

Það er dómstóla að ákvarða hvort lánveitingar íslensku bankanna varða við lög eða ekki.  Hvers vegna eru þessi mál ekki komið á borð saksóknara svo hægt sé að útkljá þau á þann eina og rétta hátt?

Stjórnir gömlu bankanna og lánanefndir þeirra þurfa að koma fyrir dóm og svara þessum ásökunum.  Annað er ekki sæmandi réttarríki.

Hitt er svo annað mál að setja verður stjórnarhætti íslenskra hlutafélaga í lög þar sem stjórnarmenn eru gerðir persónulega ábyrgir sýni þeir vítavert gáleysi í störfum.  Stjórnarhættir á Íslandi geta ekki verið leiðbeinandi þeir verða að hafa lagalega stoð til að vernda hinn almenna hluthafa.  Þetta er nauðsynlegt skilyrði fyrir endurreisn íslenska hlutabréfamarkaðsins.


mbl.is Hreiðar Már segir lánin lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er með ólíkindum að fjölmiðlar skuli ganga upp að gerandanum og spyrja hann hvort umdeildur gjörningurinn sé löglegur.

Á gáttinni.is  í hádeginu voru listaðir niður hægra megin allir helstu fjölmiðlar með þessa umræðu þar sem ummæli bankastjórans fyrrverandi voru tiltekin. Nú meðal annars tiltekið að drengurinn hafi mætt í viðtal hjá sérstökum saksóknara  og allt verið í lagi þar - til þess eins að auka trúverðuleika ágiskana viðmælandans.

Ótrúleg málsmeðferð...

Ég tel að fagmenn ættu nú að sjá það að svona vinnubrögð eru engan vegin bjóðandi lesendum; síst af öllu núna þegar allt logar út af þessu. 

Er ekki alveg í lagi með blaðamannastéttina ?  Hvar liggur rót vandamálsins ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Elle_

Og líka er það með ólíkindum að allar óeðlilegu peningafærslurnar skuli ekki hafa gert nokkurn mann enn að sakborningi.   Og enn engir peningar frystir af öllum milljörðunum sem gufuðu upp. 

Elle_, 2.8.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Elle,

Við lifum á nýrri Sturlungaöld þegar silfur var grafið í jörðu.  Nú er þessir fjármunir hins vegar í evrum og dollurum í peningaskápum í Tortola. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 16:10

4 identicon

Af hverju eru útrásar-víkingar ekki á bak við lás og slá? (Vasa-útgáfan)

Dæmisaga:

Ef ég skrifa upp á víxil fyrir einhvern ræsis-róna/sem ekki er hægt að treysta og víxillinn fellur á mig;

hef ég þá verið rændur; eða var það mér sjálfum að kenna að hafa skrifað upp á eitthvað sem ekki var nógu traust?

Róninn hefur væntanlega ekki gert neitt saknæmt þó að hann hafi látið víxilinn falla;

er það?

Hins-vegar er það spurningin með þá sem eiga að bera ábyrgð á ríkissjóði;

þeir sem eiga að halda utan um "ríkis-budduna".

Hvað gerist ef ríkið skrifar undir allt of marga og of háa víxla

sem það getur síðan ekki borið ábyrgð á? (t.d. Icesave-samningarnir ofl.)

”Það er þannig að við höfum veitt bönkunum svo mikla fyrirgreiðslu... og fimmfaldað það frá því fyrir bara fyrir tveim árum. Hlutfallslega veittum við miklu meiri fyrirgreiðslu heldur en nokkur annar aðili gerir við þessa banka. Auðvitað þegar bankarnir fara illa þá mun Seðlabankinn tapa miklum peningum, vegna þessarrar fyrirgreiðslu okkar”. (Davíð sjálfur mbl. 29.jan.2009)

(Ég dæmi engan en þessi orð dæma sig væntanlega sjálf)

Mér skilst að það séu þegar til einhver lög í landinu sem byrja á þennan hátt:

Hver sem leggur þjóðarhag í hættu..........?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband