Forkastanleg vinnubrögð

Þeir einstaklingar sem samþykktu þetta lán innan Landsbankans til Jóns Ásgeirs án þessa að taka veð í eigninni hafa sýnt vítavert gáleysi í starfi.  Þeir hafa ekki gert skyldu sína og varið hagsmuni hins almenna hluthafa.

Í flestum löndum væru þeir dregnir fyrir dóm, dæmdir í fangelsi eða fjársektir og mættu aldrei að starfa innan fjármálageirans eða að sitja í stjórn fyrirtækja. 

Vonandi er að mál þessara aðila komi á borð hjá Evu Joly. 


mbl.is Tók engin veð vegna lúxusíbúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig er að sumt er augljósara en annað. Þetta er eitt af því sem er augljóst.

Í öllum gjörningum sitja menn sitt hvorum megin við borðið og því er lánþeginn ekki undanskilinn ábyrgð og þetta dæmi er eitt af mörgum sem sýnir hroka auðmannsins og hvernig þessir menn óðu um allt með heimtufrekjuna að vopni. Tölurnar - hundruðir milljarðar - sem þessir drengir fengu á silfurfati segja alla söguna.

Nú - mér sýnist að bankamenn hafi sýnt hér vítavert gáleysi í starfi í þessum hrunbönkum, vitandi það að öll þessi óreiðustarfssemi var í raun með baktryggingu í eignum almennings; nú ef það var ekki alveg klárt að þá voru skrípi  eins og "skuldabréfvafningar" með veði í auðlind sjávar búnir til.

Það birtist einn banka-spekingurinn í fréttum um daginn sem var að senda frá sér bók á ensku um hrunið og hann vísaði sértaklega í það að útlendingarnir hafi vitað af auðlindum lands og þjóðar og því hefði allt saman sóst betur. Glotti við.

Þetta er með ólíkindum hvað þetta lið hefur verið einfalt og sjálfumglatt. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband