1.8.2009 | 16:09
Köttur í kringum heitan graut
Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að fá svar við spurningunni: Er arðsemi íslenskrar orkusölu yfir eða undir meðalfjármögnunarkostnaði (ROIC vs. average cost of capital). Það er þetta sem skiptir máli fyrst og fremst.
Hver er skilgreiningin á "lágu verði" hér? Hvers vegna er ekki hægt að tala um málin umbúðarlaust. Af hverju er verið að fara í kringum þetta eins og heitan graut?
Skýrsluhöfundur segir að þeir hafi ekki neinna sérhagsmuna að gæta. Það er ekki hans að dæma um það. Það ríkir lítið traust til opinberra aðila núna svo þessi yfirlýsing er kjánaleg. Hún er ekki trúverðug fyrr en hún er staðfest að óháðum og sjálfstæðum aðilum, helst erlendum með engin pólitísk tengsl á Ísland.
Alþekkt að orkuverð hér sé lágt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.