Hvar eru peningarnir?

Ef 100 ma eign verður að 96 ma skuld á einu ári er vonandi 4 ma eftir.  Hvar eru þessir peningar?

Svo má spyrja sig hvernig gat maður með ekki betra viðskiptavit fengi öll þessi lán?  Var það út á hárgreiðsluna og teinóttu fötin eða persónuleg sambönd við stjórnmálamenn? Hafa faðir og sonur verið að spila ljótan leik þar sem faðirinn tók alla áhættuna en sonurinn tók við peningunum?  Er þetta enn eina Barbabrellan til að kasta ryki í augu almennings og dómstóla?

Fór eitthvað af þessum peningum í vasa íslenskar stjórnmálamanna?  Enginn nema Eva Joly getur tekið á þessu.

Eitt stærsta persónulega gjaldþrot í heimi verður á litla Íslandi?  Er furða að útlendingar skulu vera skeptískir á Íslendinga?

 

PS.  Það hafa margir bent á að eign Björgólfs hafi verið 100 ma í plús og sé nú 96 ma í mínus og þar með sé hér um viðsnúning upp á 196 ma eða næstum 1 ma pund sem Björgúlfur hefur "sóað"  Gera aðrir betur.  Ég þakka athugasemdirnar.


mbl.is Einn sá ríkasti í heimi gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða peningar?

Það voru aldrei neinir peningar, 100ma eign var áætlað virði eigna. Eignirnar hans voru hlutabréf. Hlutabréfin hrundu í verðgildi. eftir það = engar eignir.

Lánin eru að miklu leyti með veði í "eignum" hans. Eina tilfellið sem hann getur ekki borgað lánin er hlutabréfin hrynja. Í sama tilfelli er veðið einskis virði.

Þessir peningar voru bara til á tölvuskjá og í hugum fólks. 

Ari (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 08:41

2 identicon

Peningarnir, eignirnar og annað nýtanlegt fer á Björgólf yngri og aðra fjölskyldumeðlimi, en Björgúlfur eldri tekur allar skuldirnar.

Svo einfalt er það. Þessir menn halda áfram að taka ríkisbatteríið í þurt rassg. og hlægja að getuleysinu og framtaksleysinu í þeim.

Gudni (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 09:36

3 identicon

"Ef 100 ma eign verður að 96 ma skuld á einu ári er vonandi 4 ma eftir.  Hvar eru þessir peningar?"

 Þú horfir rangt á þetta

hverjum er ekki skítsama um 4 ma... aðalmálið er að þarna er TAP uppá 196 MILLJARÐA og þá er ekki einusinni minnst á ICESAVE peningana sem hanns banki STAL

Siggi (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 12:08

4 identicon

Held að stór hluti þessarar upphæðar hafi verið pappírspeningar og í raun eingin verðmæti að baki, bara skuldir og ofmetin fyrirtæki og fasteignir. Svona eins og þegar fasteignamarkaðurinn á íslandi var talaður upp úr öllu valdi. Bankar á Íslandi tóku þátt í vitleysunni á meðan erlendir bankar lánuðu þeim, vitandi að við eigum verðmætar auðlindir og getum borgað. Engu skiptir að hér bætist við enn eitt fátækrahverfi vesturlanda.

merkúr (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:53

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gefum okkur að Björgólfur eldri hafi náð að koma 5% til vandamanna.  Það eru um 5 ma kr.  Þetta eru eingir smápeingar.  1% er 960,000,000 kr.  Það munar um minna. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.8.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband