Allir hugsa um sig, enginn hugsar um mig nema ég!

Eva er í þessari grein að segja gamla sannleikann að stjórnmálmenn hvar sem er hugsa aðeins um eigin hag, næstu endurkosningu.  Prófkjör eru upphaf og endir alls.  Íslendingar ættu að skilja þetta vel, þeir þurfa ekki annað en að líta á samsetningu Alþingis.  Svavar og Icesave nefndin var skipuð af þessum öflum.

Íslendingar geta ekki gert meiri kröfur til erlendra stjórnmálamanna en sinna eigin.

Við lifum í "realpolitik" heimi og verðum að aðlaga okkur að þeirri staðreynd.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spá mín um algert hrun fasteignaverds á Íslandi mun raetast:  Midad vid núverandi verd íbúdarhúsnaedis er alveg ljóst ad um minnst 50% laekkun verdur ad raeda.

60-70% laekkun er ekki ólíkleg....jafnvel 80% laekkun.  Hús sem verid er ad reyna ad selja í dag fyrir 40 milljónir mun í besta falli seljast fyrir 20 milljónir.

Ris og kjallaraíbúdir verda óseljanlegar med öllu.

Thjód sem lét og laetur en í dag vada yfir sig med kvótakerfinu baud spillingaröflunum upp á ad afhenda bröskurum ríkisbankana.  Thetta gerdi thjódin med thví ad kjósa Spillingarflokkinn og Framsóknarspillinguna.

Thjódin var raend med eigin vilja.

*Spáin raetist* (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 07:20

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Íslendingar gera engar aðrar kröfur til eigin stjórnmálamanna en að þeir mæti ófullir í vinnuna.

Sigurður Þórðarson, 1.8.2009 kl. 09:11

3 identicon

Heil og Sæl,
Með þetta í huga er hollt að skoða eftirfarandi efni:

The Real Face of the European Union

http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460&hl=en

og ekki skemmir eftirfarandi í bland til að sjá fleiri hliðar á málunum.

New rulers of the world, a Special Report by John Pilger

http://video.google.com/videoplay?docid=-7932485454526581006

http://en.wikipedia.org/wiki/The_New_Rulers_of_the_World

Hvað er rétt í þessu verðum við að reyna að vega og meta sjálf.  Er þá
ekki best að hafa fullt sjálfræði til þess að meta stöðuna í stað þess að
hafa afsalað sér möguleikan á sjálfstæðum ákvörðunartökum? 

Það sem þarf að byrja á að gera á Íslandi til að koma okkur í takt við EU
og önnur þróður efnahagskerfi er að fella niður hið óréttláta verðtryggða
efnahagskerfi okkar og innleiða nútímalega viðskiptahætti eins og eiga sér
stað í hinum þróaða heimi...

Eigið góðan dag, áfram sjálfstæð hugsun og áfram Ísland.

Kv.

Atli

Atli (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband