29.7.2009 | 07:08
Þegar þögn er ekki gulls ígildi!
Ísland er skólabókardæmi um það sem gerist þegar gagnrýni er lögð í einelti.
Það vita það allir að í stjórnartíð Davíðs Oddsonar var gagnrýni ekki vel liðin. Orðtök eins og blá höndin urðu til. Þeir einstaklingar sem leyfðu sér að gagnrýna stjórnvöld fengu oft að kenna á því á mjög sérstakan íslenskan hátt. Oft var ekkert sagt, en starfsframi var heftur og stöðutilfærslur voru algengar.
Besta og alvarlegasta dæmið um þetta er auðvita þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður. Svo var þumalskrúfan ekki langt undan í heilbrigðiskerfinu þar sem starfsframi lækna gat gufað upp ef þeir önduðu á kerfið. Þar sem ríkið hefur gott sem einokun á heilbrigðisþjónustu urðu læknar sem leyfðu sér að gagnrýna stjórnvöld oft að flýja land. Og dæmin eru óendanleg.
Ísland er svo lítið og allt og allir tengdir að besta leiðin er oftast að þegja opinberlega en hneykslast og rífast inn í stofu hjá sér. En nú er þögnin komin á eindaga og reikningurinn er engin smásmíði.
Íslenska þögnin er engin gulls ígildi.
Stóru viðskiptavinirnir voru kerfislega mikilvægir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.