24.7.2009 | 13:33
En er bankinn samkeppnishæfur?
Væri ekki nær að hugsa um viðskiptavini bankanna en kaup og kjör forstjóranna?
Nettó vaxtamunur í íslenskum bönkum er að nálgast 10%. Innlánsvextir eru varla meir en 5-6% að meðaltali og ekki fást lán undir 15% óverðtryggð. Þessi vaxtamunur er um þrisvar sinnum hærri en erlendis og þýðir að hægt verður að reka íslensku bankana með ótrúlegum hagnaði og þar með borga ofurarð til nýrra eigenda.
Ætli þessi staðreynd hafi ekki verið notuð til að reyna að fá útlendinga til að eignast bankana og minnka fjármagnsinnspýtingu frá ríkinu.
Annað sem er athyglisvert og hefur gert á örskömmum tíma og án nokkurra umræðu er hliðrun í vaxtakjörum frá sparifjáreigendum til skuldara. Við höfum því kúvent okkar vaxtastrúktúr frá hinu norræna módeli yfir í svissneskt.
Laun forstjóra ríkisbanka ekki samkeppnishæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.