Praktísk lausn

Icesave er eins og hvert annað hundsbit.  Slæmt, en við verður að taka því eins og menn og halda okkar striki.  Það er ekki hægt að hætta í miðjum klíðum.  Við getum ekki frestað endurreisn efnahagslífsins lengur.

Fitch kemur með réttar ábendingar.  Að lenda í ruslaflokki er verra en að samþykkja Icesave.  Icesave má alltaf taka upp seinna og vefja inn í ESB umsóknina.

Nú er tími til kominn að hætta þessari þrjósku og fara að hugsa praktískt.

 

 

 


mbl.is Telja að ljúka verði Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ópraktískt að troða icesave með ofan í þjóðina með góðu eða illu. Hér er praktísk lausn:

www.kjosa.is 

Rómverji (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hvers að hækka lánshæfismatið?

Skuldugasta þjóð í heimi þarf ekki að taka lán, hún þarf að borga lán.

Sigurður Þórðarson, 21.7.2009 kl. 19:26

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Betra væri að fleiri reyndu að vera raunsæir í stað þess að festast í upphrópunum og skotgröfum. En mér sýnist íslenska þjóðin því miður vera að miklu leyti í upphrópunargírnum þessa dagana...

Svala Jónsdóttir, 21.7.2009 kl. 21:17

4 identicon

Við verðum að ná lendingu í Icesave málið. Í reynd hefur málið greinilega ekki verið útkljáð og verið er að búa til skiptimynt fyrir ESB aðild. Ég stend enn við þá fullyrðingu að til sé baksamningur sem tilgreini:

*Hagstæðir samningar varðandi Icesave

*Góður stuðningur við IKR

*Hagfelld aðlögun varðandi fiskimið

Við verðum hins vegar að átta okkur á því að svo skuldug þjóð sem við erum eigum ekki marga góða leiki í stöðunni og þeir eru nokkrir eins og ég hef minnst á í fyrri póstum hjá þér Andri. Aðkoma Norðmanna yrði þannig lykilþáttur í þeim póker sem ESB er að spila. Annars er mikil hætta á að við spilum af okkur.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 23:25

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Í þeirri stöðu sem við eru núna er mjög hættulegt að falla fyrir alls konar lýðskrumi.  Auðvita vill enginn láta kúga sig og taka við skipunum erlendis frá.  En það er ekki rétt að lofa gulli og grænum skógum ef Icesave er fellt og eilífri bölvun ef það er samþykkt. 

 Við verðum að spila þetta af raunsæi og út frá praktískum sjónarmiðum.  Verðum að átta okkur að Icsave er stórpólitísk mál í Hollandi og Bretlandi og allt á suðupunkti alls staðar.  Oft er sagt að sá vægir sem vitið hefur meira.  Í þeirri stöðu sem við eru núna í er best að samþykkja Icesave og taka það síðan upp eftir 2 ár þegar ný stjórn er kominn að í Bretlandi og hlutirnir hafa róast.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.7.2009 kl. 05:58

6 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sæll Andri

 Vandamálið er icesavesamningurinn er illa gerður, Bretarnir geta valið sér rétt til að sækja málið í. Afleiðinginn er sú að þeir þurfa ekki að semja við okkur aftur,bara ná í peningana.

 Samningsstaða okkar er vonlaus eftir 2 ár ef við samþykkjum strax. og tengja þetta við ESB aðild veikir okkar stöðu í hafréttarmálum og gangvart fiskveiðistefnu ESB.

 Betra er að bíða fram á haust setjast niður með Bretum og Hollendingum og láta þá fást við málið innan ESB. Síðan setjast niður með sömu aðilum og finna flöt á málinu. 

 Ef illa fer, þá þurfa þessar þjóðir að sækja á okkur skv ísl lögum, það vilja þeir ekki.

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 22.7.2009 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband