21.7.2009 | 14:27
1.5% vextir á almennri sparisjóðsbók
Landsbankinn tilkynnti nýja vexti í dag og þar er heldur betur tekið úr pyngju ellilífeyrisþega og sparifjáreigenda. Sjaldan hefur sparnaður landsmanna brunnið upp á báli verðbólgunnar eins og nú.
Stýrivextir eru 12% og verðbólga yfir 13% en vextir hjá Landsbankanum á sparisjóðsbók er 1.5%. Hæstu vextir á vörðunni eru 7.30% á sparnað yfir 60,000,000.00
Það er greinilegt að í krafti gjaldeyrishaftanna hefur ríkisstjórnin valið að skattleggja sparifjáreigendur bakdyramegin. Hvers vegna er þetta hvorki kynnt né rætt í fjölmiðlum?
Eru 12% stýrivextir Seðlabankans bara sýndarmennska?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
JA JÁ
Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 14:34
Er þetta ekki bara hugsað til þess að koma peningunum í umferð?
Nú hætti fólk að spara því það borgar sig ekki og fer að eyða og skapar þar með atvinnu?
Björn I (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 15:25
Björn,
Ef það væri hugsunin þá ætti Seðlabankinn að taka af skarið og lækka stýrivexti myndarlega. Það er ekkert land með innlánsvexti í kringum 5% og útlánsvexti um 15% eða yfir 10% vaxtamun. Það verða feitar arðgreiðslurnar til nýju eigendanna.
Andri Geir Arinbjarnarson, 21.7.2009 kl. 18:12
Með þessu áframhaldi fer að borga sig að geyma peningana sína undir koddanum...
Kama Sutra, 21.7.2009 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.