21.7.2009 | 09:19
Allt er þegar þrennt er
Nú er búið að ganga frá ESB aðildarumsókn og samningum við erlenda kröfuhafa. Þá er bara að klára Icesave. Fyrst þegar það gerist getur uppbygging hafist að raun. Þá er þeirri óvissu eytt sem gerir það mögulegt að fá erlent fjármagn til landsins.
Staða orku- og virkjanaframkvæmda er í biðstöðu þar til Icesave er afgreitt. Tíminn er peningar og því er ekki rétt að nægur tími sé fyrir hendi að klára Icesave. Auðvelt er að sjá hver hugsanlegur sparnaður gæti falist í því að endursemja en erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim fórnarkostnaði sem töf á samkomulagi felur í sér.
Krónan mun ekki styrkjast fyrr en öll þessi þrjú mál eru í höfn. Sama á við vexti og verðbólgu sem munu ekki falla fyrr en Icesave er í höfn.
Íslend er orðið eins og brúðuleikhús þar sem þjóðin á brúðirnar en erlendir aðilar stýra strengjunum.
Þessi staða veldur auðvita pirringi hjá stoltri þjóð.
Erfitt en verður að leysast" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
margt satt í þessuþ
mér finnst þú samt bara einblína á þessa lausn, en ekki kannski einhverja betri fyrir okkur..
Eins, hvað með aðferðina, af hverju þessi flýtir, og af hverju að tengja ESB aðild þessu ??
marg skrítið í öllu ferlinu....
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.