Neyðarlögin skammgóður vermir!

Nú er talið víst að kröfuhafar Landsbankans fari í máli til að reyna að hnekkja neyðarlögunum þar sem ljóst er að þeir fá ekkert upp í sínar kröfur.  Það er í raun ótrúlegt að Landsbankinn eigi ekki fyrir innistæðum hvað þá upp í aðrar kröfur. 

En hvað gerist ef neyðarlögunum verður hnekkt?  Erum við þá aftur á byrjunarreit með Icesave?  Hvað með aðrar kröfur?  

Þessi neyðarlög virðast vera eins og ofn sem við bjuggum til, til að ilja okkur í hruninu en vandamálið er að hann getur sprungið hvenær sem er og eyðilagt húsið.  Þá erum við endanlega á götunni.  Sem sagt skammgóður vermir.

 
mbl.is Skilanefndir eignast tvo banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband