15.7.2009 | 07:35
Að segja sína meiningu
Þór má eiga hrós skilið fyrir að koma fram sem þingmaður og gangrýna einn helst samningsmann íslensku ríkisstjórnarinnar. Þetta er auðvita hörð gagnrýni en við verðu að getað talað um þessi mál.
Hér er Þór að taka á einu viðkvæmasta umræðuefni á Íslandi, hæfi manna. Af einhverjum ástæðum er þetta eitt helsta feimnismálið í okkar annars opna samfélagi. Hvers vegna?
Við verðum hins vegar að bæta okkur í þessu efni, það er grundvöllur að betra samfélagi enda var vanhæfni einn helsti orsakavaldur af okkar stórkostlega efnahagshruni.
Svavar fullkomlega vanhæfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í mínum huga er þetta enginn dómur yfir Svavari. Hann var einfaldlega ekki rétti einstaklingurinn í þetta verk.
Reyndar átti aldrey að fara með samninganefnd skipaða embættismönnum út. Fyrir lá að þetta er að grunni til viðskiptakrafa og lögmenn héðan með fjölhæfa þekkingu hæfastir að ræða við þann vegg lögmanna sem mættu þeim.
Nú fyrst þetta fór sem fór, þarf að fara á byrjunarrreit og fá aðstoð dómsstóla.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 08:35
Einmitt Hákon en þessi mistök koma með til að verða dýrkeypt. Tíminn er peningar. Uppreisn efnahagslífsins mun dragast á meðan þetta mál fer fyrir dómstóla sem getur tekið ár. Hvað gerir IMF á meðan og Danmörk, Svíþjóð og Finnland sem eru öll í ESB. Ætil öll lán til okkar verði ekki fryst á meðan dómstólar fjalla um þetta?
Höfum við tíma til að leita til dómstóla? Hæðni örlaganna gæti ráðið því að ríkið kæmist í greiðsluþrot á meðan þetta mál er fyrir dómstólum.
Þetta er enn eitt dæmið um frekju og vankunnáttu sem er að keyra þessa þjóð í þrot.
Við verðum að læra af þessum mistökum og sjá svo um að þetta geti ekki gerst aftur, trekk í trekk.
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.7.2009 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.