Kjölur: Hinn íslenski Maxwell

Eitt frægasta svikamál í Bretlandi síðustu ára er lífeyrissjóðsstuldur Robert Maxwells.  Maxwell notaði lífeyrissjóði þeirra fyrirtækja sem hann keypti sem sína.

Málið fór fyrir breska þingið og löggjöf um lífeyrissparnað var breytt.  Í þeirri umræðu sem þá fór fram var mikil áhersla lögð á að ný löggjöf þyrfti að vera öflug og standa vörð um lífeyrissjóði almennings.  Lífeyrirssjóðir fara með mikla fjármuni og eru því ómótstæðilegir fyrir óprúttan aðila sem reyna að finna allar smugur sem til eru til að ná í þessa fjármuni.

Ekki verður betur sé en að við hér á Íslandi höfum lent í klóm lífeyrissjóðs braskara.  

Innflutningur á vafasömum viðskiptaaðferðum virðist hafa verið ævintýralegur í þessu svokallaða "góðæri".  Á Íslandi má finna allt það versta sem þessi heimur býður upp á í sviksömum viðskiptum.


mbl.is Kjölur skerðir lífeyri um 19%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Braskarinn

Það má alltaf velta fyrir sér hvort ekki verði til hagsmunarárekstrar (e. conflict of intererest) þegar að banki sér um að stjórna eignum Lífeyrissjóðs. Í raun ættu bankar ekki að koma nálægt lífeyrissjóðastjórnun heldur ættu svoleiðis hlutir að vera í öðru félagi.

Einhver mestu mistökin voru þó að leyfa ekki lífeyrissjóðunum að fjárfesta meira erlendis til að dreifa áhættunni meira. Kerfisleg áhætta á Íslandi var alveg svakalega mikill og líklegt ef að einn bankinn myndi falla, þá væru hinir tveir einnig í hættu ásamt þeim dúndur skuldsettu fyrirtækjum sem þeir voru að halda uppi með lánsfé.

En raunávöxtun upp á 28% er náttúrulega út í hött léleg. "Tapið er að mestu vegna taps á skuldabréfum fyrirtækja og banka, að sögn Halldórs." hversu mikið voru þeir vigtaðir í þessum bréfum? á tímum þar sem skuldabréf voru almennt að skila góðri ávöxtun skýra þeir tap sitt vegna þeirra. Þó svo að verðbólgan hafi verið mikill, þá skýrir hún bara hluta af þessarri gríðarlega lélegu ávöxtun.

Einnig virðist nú vera erfitt að finna fjárfestingarstefnu sjóðsins á heimasíðu Landsbankans. Þannig að maður getur lítið séð hvar þeir voru að fjárfesta nema að einhverju leyti í ársreikninginum.

Braskarinn, 15.7.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband