Það er 25% þak á vask innan ESB!

Sú hugmynd Seðlabankans að borga megi fyrir Icesave með því að hækka vaskinn í rúm 27% er ansi klaufaleg.  Það er eins og Seðlabankinn geri sér ekki grein fyrir því að á Alþingi liggur fyrir tillaga um umsókn að ESB.  Innan ESB gilda nefnilega reglur um að vaskur megi að hámarki vera 25% í aðildarríkjum. 

Er þetta eitt annað dæmið um slælega vinnubrögð eða vissi Seðlabankinn þetta alla tíð og setti þetta fram af pólitískum sjónarmiðum? 

 


mbl.is Ríkið ræður við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir fengu skipun um að hagræða álitinu.

Sigurður Þórðarson, 15.7.2009 kl. 07:58

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ísland gengur aldrei í Evrópusambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 09:31

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þessi setning hljómar hræðilega:

"Efnahagsleg áföll þurfa að dynja yfir til að Icesave-skuldbindingarnar einar og sér leiði til þess að ríkissjóður geti ekki staðið við erlendar skuldbindingar sínar ef áhersla verður lögð á hagvöxt á næstu árum".

Hér eru allt of mörg ef. Ótrúlegt er að "fagmenn" í efnahagsmálum skuli láta svona ráðgjöf frá sér fara sem ráðgjöf til stjórnvalda og sem upplýsingar til almennings.

Þessi setning þeirra Seðlabankamanna þýðir:

EF engin efnahagsáföll verða og EF hér verður mikill hagvöxtur á næstu árum og EF ríkistjóður þarf aðeins að borga Icesave þá ræður þjóðin við að borga Icesave.

  • Það er kanski rétt að rifja það upp fyrir þessum snillingum í Seðlabankanum að á næstu 15 árum sem þetta Icesave mál mun taka þá eru allar líkur á að hér verði aflabrestur og fiskverð falli. Líkur á efnahagsáföllum eru því miklar. 
  • Eins er langt frá því að það sjái fyrir endann á heimskreppunni og hvaða ábyrgir menn leyfa sér að reikna með að hagvöxtur verði hér að einhverju marki á næstu árum? Óskhyggjan er ekki góður grundvöllur fyrir neinar áætlanir og eru efnahagsáætlanir þar engin undantekning.
  • Verst af öllu er að þessir Seðlabankamenn virðast ekki setja skuldirnar vegna Icesave ekki í neitt samhengi við aðrar skuldir ríkissjóðs þegar þeir tala alltaf um að við getum borgað Icesave ef horft er á þær skuldbindingarnar einar og sér. Horfum við á þær einar og sér og þá getum við borgað, hverjum dettur í hug að bera þetta á borð fyrir stjórnvöld og almenning þegar verið er að ræða um að skuldir ríkissjóðs eru 2.000 til 3.000 milljarðar og Icesave er því um 10% af heildarskuldunum?

Enn er það því miður svo að allt það sem frá Seðlabankanum kemur er til þess fallið að auka á efasemdir og auka á ótrúverðugleika bankans og stjórnvalda.

Það verður að fara að endurnýja þetta starfsfólk sem þarna vinnur og ráða þarna inn fólk af öðru "kalibereri" en það fólk er sem þetta skrifaði.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 09:41

4 identicon

@Hjörtur

En margir íslendingar munu gera það.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 09:44

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Þetta er skelfilegt.  Það er alltaf sagt að í uppsveiflu sé hægt að fela margt sem kemur í ljós þegar harðnar á dalnum.  Eða eins og Bandaríkjamenn segja gjarnan, "þegar fjarar út kemur í ljós hverjir synda naktir".  Það eru ekki margir á sundskýlu á Íslandi!

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.7.2009 kl. 10:01

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ætlaði að setja þetta inn með virðisaukaskattinn, en sá að þú varst fyrri til. Seðlabankinn gerir auðsjáanlega ekki ráð fyrir að við förum inn í ESB, enda myndi helmingurinn af þeim missa vinnuna.

Matvara í Danmörku ber 25% virðisaukaskatt, en er á sama tíma 20-25% ódýrari en hér á landi!

Einungis með hluta þess verðmunar, sem Jón Helgi Guðmundsson (Krónan) og Jón Ásgeir Jóhannesson (Bónus) stinga daglega á sig - 20-25% matvælaverðs -  gætum við greitt þessar Icesave skuldir upp á mettíma. Við gætum svo sem hækkað virðisaukaskattinn á matvælum og öðrum varningi í 25% til að við gætum gert samanburð við matarverðið í Danmörku eftir ESB aðild.

Það sem við þurfum er að skipta BYKO og Húsasmiðjunni út fyrir Bauhaus, Nóatúni og Hagkaupum út fyrir Carrefour, Krónunni og Bónus út fyrir ALDI og síðast en ekki síst Jóni Ásgeiri og Jóni Helga út fyrir sæmilega heiðarlega íslenska eða erlenda kaupmenn, sem okra ekki á landslýð eins og raun ber vitni.

Það sem við Íslendingar gerðum þegar einokunarverslunin lagðist af, var að skipta út dönskum okrurum fyrir íslenska.

Haldið þið að það sé tilviljun að gyðingar þrífast ekki í viðskiptum á Íslandi? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.7.2009 kl. 10:03

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðbjörn,

Góðir punktar. Ætli það sé ekki að renna upp fyrir mögrum að íslensk einokun er verri en erlend.  Danir hefðu aldrei farið svona með Ísland.  Hugsaðu þér ef Danir færu enn með untanríkismál Íslendinga.  Væri Icesave þá boðlegur Alþingi?  Hann yrði kolfelldur.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.7.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband