VG sýnir sitt rétta andlit

Mikið held ég að margir kjósendur VG séu svekktir.  Alveg eins og Sjálfstæðismenn byrja VG að skera niður hjá þeim sem minnst mega sín öryrkjum og öldruðum. 

Settur er á lágtekjuskattur og hátekjuskattur en millitekjur eru verndaðar að sinni?  Hvers konar stefna er þetta?  

Og alveg eins og hjá Sjálfstæðismönnum hefur enginn þingmaður VG kjark eða þor til að mótmæla þessu.  Þeir verða að standa og sitja ein og Steingrímur vill.  Það er sami rassinn undir þessu öllu.  Þarf fleiri staðfestingar?


mbl.is ÖBÍ: Siðlaus tekjulækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pétur á Útvarpi Sögu sagði að "fjórflokkurinn" væri sami flokkurinn. Aðeins mismunandi deildir.  Vel að orði komist hjá honum.

Ég kaus ekki fjórflokkinn.  Vissi þetta.

Málið varðar "tregðu" til breytinga sem er náttúrulögmál og "samtryggingu" sem er alvarlegt þjóðfélagslegt mein hér á landi.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 09:34

2 identicon

Nú skal trampa yfir eldri borgara eina ógeðslega ferðina enn.  Ólýsanlega aumt og bara óskiljanlegt. Kallast það mannréttindi að draga eldra fólk endalaust um á asnaeyrunum og grafa það niður í fátækt?  Hafa eldri borgarar ekki borið nægar byrðar og þolað nóg?  Hvað finnst Jóhönnu um það?

EE elle (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband