Brennt barn forðast eldinn!

Þessi samningur sýnir að Íslendingar hafa misst allt traust og trúverðugleika erlendis.  Þetta er þvílík niðurlæging fyrir OECD þjóð og skipar okkur á bekk meðal "vandræða" þjóða.  Erlendir aðilar sem vilja hafa samskipti við Ísland í framtíðinni munu auðvita nota þennan samning sem fyrirmynd. 

Nú munu útlendingar kefjast þess að Ísland leggi fram sínar auðlindir sem veð.  Þeir munu passa sig að Íslendingar geti ekki sett enn ein neyðarlögin til að komast hjá því að greiða sínar skuldir.

Brennt barn forðast eldinn.


mbl.is Icesave-samningar birtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig væri nú að þýða þessa blessuðu samninga yfir á íslensku svo íslendingar fengju að lesa líka það eru ekki allir sem skilja enskuna svo fyrir sumum er þetta bara latína

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 21:13

2 identicon

Að sögn fjármálaráðherra þá eru samningarnir í þýðingu þessa dagana.

En jafnvel þótt fólk skilji ensku þá eru það lögmenn einir sem lesa svona samning sér til gagns, nema t.d. forsætisráðherrann sem virðist ekki vera í neinum vandræðum með að fullyrða hvað í þeim stendur og þá vefst ekki fyrir henni að túlka efnisatriðin og reka ofan í lögfróða menn.

Helga (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband