Ótrúlegur seinagangur á öllu

8 mánuðir eru liðnir frá hruni og Íslendingar virðast enn stjarfir.  Ótrúlega lítið hefur verið gert til að ráðast á vandann.  Mikið hefur verið talað en minna um haldbærar aðgerðir.  Besti mælikvarði á aðgerðir eða heldur aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar er gengisvísitala krónunnar og vaxtastigið á landinu.

Alls konar verkefni, stýrihópar og guð má vita hvað hefur verið sett á laggirnar.  Allir er á fullu að vinna sína vinnu en nauðsynlegar ákvarðanir sem taka hefði átt fyrir um 4 mánuðum er frestað og frestað endalaust.   Enn versnar ástandið og enn lengri tíma mun það taka að koma atvinnulífinu af stað.

Veit einhver hverjir stjórna Íslandi í dag? Þurfum við ekki að fara að auglýsa erlendis eftir framkvæmdastjóra fyrir Ísland.  Kannski að Eva Joly væri kandídat?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Frestur er á illu bestur segir máltækið

Arinbjörn Kúld, 12.6.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einmitt, það virðist vera mottó þessarar ríkisstjórnar!

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.6.2009 kl. 09:51

3 identicon

Gamla mafían stjórnar Íslandi enn, ríkisstjórnin virðist ekki ætla að ná stjórnartaumunum af þeim. Engin alvöru rannsókn er hafin átta mánuðum eftir hrunið. Það er það alvarlegasta í stöðunni nú. Engin bót er af því að halda áfram að afhenda mafíunni fyrirtæki (sem hún sjálf gerði gjaldþrota með því að stela öllum verðmætum úr þeim og stinga undan) og styrkja þau með ríkisframlögum. Hér verður engin uppbygging eða siðbót fyr en búið er að knésetja mafíuna það er algert forgangsatriði.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband