10.6.2009 | 09:41
Hver ráðlagði Árna að gangast að 6.7% vöxtum?
Hver ráðlagði íslensku ríkisstjórninni að ganga að 6.7% vöxtum? Gerði Árni þetta upp á eigin spýtur eða fékk hann ráðgjöf, ef svo frá hverjum? Voru það íslenskir embættismenn eða innlendir og erlendir sérfræðingar?
Hér er um svo gríðarlega fjármuni að ræða að við verðum að fara ítarlega ofan í kjölinn á þessari afdrifaríku ákvörðun? Það má ekki gleymast að það eru einstaklingar með nöfn sem taka ákvarðanir. Hefur Steingrímur gert einhverjar breytingar? Ef svo, hverjar eru þær? Ef við lærum ekki af fyrri mistökum og drögum þá til ábyrðar sem gera svona herfileg mistök þá er ekki von á góðu með framhaldið.
Hvenær ætla Íslendingar að fara að gera faglegar kröfur til stjórnvalda. Hvenær ætlar þjóðin að vakna af svefni og viðurkenna að flokksskírteinið eitt og sér er ekki nóg?
Lengi getur vont versnað.
Tilkynntu um lausn í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessir menn sem um þetta sömdu af hálfu okkar Íslendinga hafa í þessum samningum hagað sér eins og vanhæfir aular eða verið blindfullir og á lyfjum þegar þeir sömdu.
Það er hreint hræðilegt. Hvað voru þessir menn eiginlega að hugsa?
Þessi samningur ber þess vott að hann gerði vanhæfur ráðherra með vanhæfum embættismönnum.
Ráðherrann er sem betur fer farinn en það hræðilega er að þáverandi ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu er þessa dagana að taka við stjórnartaumum þar aftur.
Hvernig dettur mönnum í hug að gera þennan mann aftur að ráðuneytisstjóra? Það ætti frekar að stinga þessum manni í fangelsi fyrir vítaverð afglöp í opinberu starfi fyrir að standa að samning eins og þessum og fyrir öll þau mistök sem þetta ráðuneyti gerði í aðdraganda bankahrunsins.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.6.2009 kl. 11:14
Mér finnst merkilegt að lesa það sem forustumenn VG voru að segja fyrir 6 mánuðum eða svo, um Icesave-málið. Lítið til dæmis á skrif Ögmundar Jónassonar í febrúar:
http://www.ogmundur.is/fra-lesendum/nr/4442/
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.6.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.