9.6.2009 | 16:53
Beðið eftir niðurskurðaraðgerðum
Icesave samningurinn hefur ekki styrkt krónuna enda mun eftirspurn eftir gjaldeyri til að borga vextina aukast til muna þegar til lengri tíma er litið. Til skemmri tíma eru það krónubréfin sem eru til vandræða. Svo nú er útséð um að það slakni á eftirspurn eftir gjaldeyri næstu 15 árin.
Það sem gerir svo útslagið um veikingu krónunnar eru tafirnar við að tilkynna mestu niðurskurðaraðgerið sem komið hefur til á Íslandi. Því lengra sem þetta dregst því veikari verður krónan.
Ofan á þetta bætist svo óvissan í öllu á Íslandi.
Oft er sagt að lengi getur vont versnað en það er varla hægt að segja það um krónuna. Þar hefur allt og allir lagst á eitt um að veikja hana eins og hægt er. Hér eru Íslendingar í sérflokki og ættu skilið Nóbelsverðlaun í skussa hagfræði.
Krónan veikist áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er laukrétt og raun furðulegt að þetta niðurskurðarferli ekki þegar er hafið. Allt annað er á sömu bókina enda virðist þjóðin og Alþingi illa upplýst.
Væntingarnar eru miklu meiri en hægt er að standa undir.
Þegar hrunið var staðreynd voru gerð gríðarleg mistök sem kosta og munu kosta okkur dýr.
Gunnr (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.