Neyðarlögin eru tímasprengja

Neyðarlögin eru sú tímasprengja sem geta rústað íslensku þjóðlífi eins og við þekkjum það. Verði þeim hnekkt í framtíðinni er íslenska ríkið gjörsamlega gjaldþrota.

Það er því lítil von að erlendir fjárfestar sýni Íslandi áhuga fyrr en þetta mál er útkljáð fyrir dómstólum. Sú trú og staðhæfing flestra Íslendinga að ekki þurfi að reyna á þetta fyrir dómstólum því íslenskt lýðræði byggist á framkvæmdavaldi sem er æðra en dómstólar og Alþingi  er heldur ekki til þess fallin að auka á traust og tiltrú útlendinga. Þeir einfaldlega þekkja ekki til slíks lýðræðis og reynsla þeirra af Íslandi er varla til þess fallin að þeir flykkist hingað með sína peninga.

Á meðan óvissa ríkir um:

  • neyðarlögin,
  • Icesave,
  • ríkisfjármálin,
  • endurfjármögnun bankanna og
  • uppgjör við erlenda kröfuhafa

mun engin raunveruleg uppbygging geta hafist hér.

Þangað til verður hér hátt atvinnuleysi, veik króna og háir stýrivextir.  


mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Neyðarlögin mikilvægasti hlutinn. Ef þau falla dettum við svo um munar á bossan. Ætli þingmenn sem greiða athvæði um samninginn taki inn möguleikann að neyðarlögin geti fallið.

Hörður Valdimarsson, 9.6.2009 kl. 11:50

2 identicon

Prófessorinn er ósammála því að Ísland geti orðið "gjörsamlega gjaldþrota". Deila má um hvort ríki verði nokkurn tímann gjaldþrota. Ríki getur hins vegar komist í þá aðstöðu að geta/ vilja ekki greiða. Það er allt önnur staða en gjaldþrot ef auðlindir eru til staðar og á forræði þjóðarinnar.

Ísland hefur engu að tapa með því að reyna dómsstólaleiðina. Fari svo að mál tapist þá hvað? Ekki taka menn fossana, orkuna í iðrum jarðar eða fegurð landsins. Ekki syndir fiskurinn til Bretlands. Það yrði erfitt og myndi valda tímabundnum vanda en aðeins tímabundnum. Á endanum yrði samið á okkar forsendum.

Núverandi strategía er bara vond. Hún er aðeins á forsendum annars aðilans.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 12:08

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Samið á okkar forsendum? 

Gaman væri að heyra hvaða útlendingar munu ganga að okkar skilyrðum og lúffa fyrir okkur.  Hvernig getum við þvingað útlendinga til að kaupa okkar vörur og þjónustu?  Erlendur gjaldeyrir þarf að koma frá útlöndum og þar stendur hnífurinn í kúnni.  Bretar sem eru okkar stærsta viðskiptaland og kaupir meir af okkur en aðrir eru í sterkri stöðu.  Innflutningur okkar frá Bretlandi skiptir breska hagkerfið engu en okkar útflutningur til Bretlands er önnur saga fyrir íslenska hagkerfið.  Hvað gerum við ef ESB segir upp EES og setur á okkur "skulda" tolla.  Auðvita er útlendingum alveg sama hver hefur svokallaðan "yfirráðarétt" yfir auðlindum Íslands svo lengi sem ágóðinn af þessum auðlindum rennur í þeirra hendur í formi vaxta og tolla. 

Ísland er ekki efnahagslega sjálfstætt eins og önnur lönd.  Við urðum að ganga að kröfum Breta um vextina á Icesave láninu því Bretar vissu að við áttum enga aðra kosti.  Ísland getur ekki gefið út skuldabréf erlendis til að fjármagna eitt eða neitt.  Við erum enn sjálfráða en ekki lengur fjárráða.  Þar hafa IMF, Bretar og Þjóðverjar ráðin.   

Svo má setja fram þá spurningu hvort ófjárráða aðili getur orðið gjaldþrota?  E

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.6.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband