Nýr gamli sáttmáli

Ísland hefur varla þurft að ganga nauðbeygð undir annan eins samning og þennan Icesave samning síðan 1262.  Næsta kynslóð og sennilega sú sem kemur þar á eftir þurfa að borga Icesave skatta og þola Icesave niðurskurð sem mun gera Ísland fátækasta Norðurlandið þar sem menntun og velferð mun sífellt dragast aftur úr hinum löndunum.

Þessi samningur markar upphafið að lífskjara vítahring sem erfitt verður að brjótast út úr og mun leiða til takmarkaðs efnahagslegs sjálfstæðis. 

Hættan er að við endum uppi eins og Nýfundnaland sem eftir 14 ára vítahring skulda og spillingar gafst upp sem sjálfstæð þjóð og gekk inn í ríkjasamband Kanada.  Á þeim tíma hafði landið hvort eð er misst nær alla sína ungu kynslóð til Kanada eða Bandaríkjanna.

Hver verður staða Íslands 2025?


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Staða íslands verður árið 2025 nákvæmlega eins og þú ert að lýsa.

Arinbjörn Kúld, 9.6.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband