7.6.2009 | 16:26
Svartur sauður Norðurlandanna
Ísland hefur svert orðspor Norðurlandanna og maður er farinn að skammast sín að draga upp bláa íslenska vegabréfið á landamærastöðum.
Danir hafa aldeilis komist í feitt núna og segja líklega að sá hlæi best sem síðast hlær. Engar fleiri upphrópanir frá Íslendingum um að Danir séu bara öfundsjúkir og alltaf svo vondir við gömlu nýlenduna. Nei, nú sitja þessir aðilar hljóðir út í horni, fyrirlitnir og yfirgefnir.
Spurningin sem útlendingar spyrja er:
Hvernig þekkir maður góða Íslendinginn frá hinum sviksama?
Já, hvernig gerir maður það? Á meðan þessari spurningu er ósvarað halda allir heiðarlegir útlendingar sér frá öllu sem íslenskt er.
Stærsta svikamál frá stríðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
og lái þeim hver sem vill.
Finnur Bárðarson, 7.6.2009 kl. 16:57
Enn man ég eftir þessu sem maður nokkur sagði í bloggi Friðriks Hansen:
"Maður skammast sýn rosalega fyrir þessa "útrásar skúrka" og bara fyrir það að vera íslendingur. Ávalt þegar ég ferðast nú erlendis og er spurður: "Were do you come from? Þá er ég fljótur að svara: "I come from the Nordic countries....
http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/834317/
EE elle (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.