Vanhæfni, reynsluleysi og pólitík

Glöggt er gests augað.  Það sannast hjá sænska sérfræðinginum Mats Josefsson.  Íslensk vinnubrögð ganga alveg fram af honum eins og svo mörgum öðrum.  Annaðhvort er anað áfram án nokkurrar fyrirhyggju eins og í útrásinni eða allt er keyrt í stopp þar sem pólitík er sett fram yfir reynslu og hæfni.

Íslensk einangrun hefur valdið því að vinnubrögð hér á landi eru ekki eins og í nágrannalöndunum.  Þeir Íslendingar sem hafa dvalið lengi erlendis hrista oft hausinn yfir vitleysisganginum hér á landi.  Þegar erlendir aðilar spyrja spurninga eða benda á betri leiðir er svarið yfirleitt að þeir skilji ekki Íslendinga og að allt sé byggt á erlendum misskilningi.  Íslenskur mannauður og menntun sé á heimsmælikvarða og muni redda öllu.  Það vill gleymast að þessi íslenski mannauður olli hruninu og virðist nú sitja fastur í forinni.  

Íslendingar eru í algjörri afneitun hvað varðar eigin hæfileika, reynslu og getu þegar kemur að öllu sem snýr að fjármálum og rekstri fyrirtækja.  Hér leiðir blindur blindan, hefur gert og mun gera.

Niðurstaðan verður stórkostlega skert lífskjör, fátækt, atvinnuleysi og landflótti.


mbl.is Josefsson hótaði að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ætli ættar og vinatengsl,og svo eiginhagsmunar eigi ekki hér stóra sök að gamalli íslenskri hefð.

zappa (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 12:49

2 identicon

Andri, þarna hittir'ðu naglann á höfuðið: "Þeir Íslendingar sem hafa dvalið lengi erlendis hrista oft hausinn yfir vitleysisganginum hér á landi." Held þau okkar sem komum höfum kannski gert mistök lífs okkar.

EE elle (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:27

3 identicon

Og í heildina er pistillinn bara lýsandi gott dæmi um þann hroka og vanþekkingu sem fyrirfinnst í landinu.

EE elle (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:35

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef aldrei skilið íslenskan stjórnsýslukúltúr. Þótt ég hafi lokið námi til Kand. Mag. gráðu í stjórnsýslufræði, sé með meistaragráðu í stjórnun og hafi lokið 80% af doktornámi sem miðar að því að auka þekkingu á stjórnsýslu og innleiðingu stefnu í stjórnsýslu er ekki séns að ég fái starf innan hennar. Þekking mín virðist vera algjört aukaatriði.

Ég sótti um starf sem skrifstofustjórni stjórnsýslu og stefnumótunar þegar Jóhanna réði þar húsum. Hún réði lögfræðing sem var með 5 árum skemmri menntun en ég, hafði enga reynslu af stjórnun (en það hef ég) auk þess sem menntun hans var ekki á sviði deildarinnar en það er mín menntun.

Skýringin, þetta hentaði Jóhönnu betur (að hennar mati og vegna þess að hún fattar ekki hvað hún fattar ekki vegna hennar menntunarleysis) en mannréttindi, jafnréttislög og stjórnsýslulög virðast vera algjört aukaatriði þegar valdhafinn (í þessu tilfelli Jóhanna) tekur ákvörðun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.5.2009 kl. 21:07

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

PS

Átti að vera: Ég sótti um starf sem skrifstofustjóra stjórnsýslu og stefnumótunar í félagsmálaráðuneyti þegar Jóhanna réði þar húsum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.5.2009 kl. 21:08

6 identicon

Já, ég er ekki neitt hissa, ómenntað fólk ræður oft of miklu og allftof oft ekki hlustað á eða notast við lært fólk.  Get ekki skilið völd J. þarna og ekki nóg að vilja vel ef maður ekki skilur það sem þarf.

EE elle (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 21:37

7 Smámynd: Heimir Tómasson

"Þeir Íslendingar sem hafa dvalið lengi erlendis hrista oft hausinn yfir vitleysisganginum hér á landi"

Það er alveg rétt, ég er búsettur erlendis og mér dettur ekki í hug að flytja heim í bráð. Búsáhaldabyltingin reyndist vera kettlingamjálm, allt situr í sömu forinni og það eina sem að þessir vesalingar þarna á þingi geta gert er að koma á lögum um nektardansstaði. Netlöggan er næst svo svona kjaftaskar eins og ég getum ekki tjáð okkar skoðanir.

Svei.

Heimir Tómasson, 26.5.2009 kl. 00:47

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þið eruð ekki ein um þessa reynslu og upplifun.

Arinbjörn Kúld, 26.5.2009 kl. 02:56

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Takk fyrir innlitið og góðar athugasemdir.  Jakobína, þitt dæmi er bara eitt af mörgum.  Hér í góðærinu þegar allt var á uppleið skipti litlu máli hver var ráðinn. 

Hins vegar þegar viðsnúningur verður og fjarar út kemur í ljós hverjir synda naktir. 300,000 manna þjóð hefur ekki efni á að láta sitt besta og hæfasta fólk sitja á varamannabekknum þegar allt er að keyra í strand. 

Það er eitt svið stjórnsýslu sem er heilög kýr og ekki má anda á og það er starfsmannahald og mannaráðningar. Hér má alls ekki fá erlenda og óháða sérfræðinga til ráðgjafa. 

Á meðan flokksskírteinið og "facebook" vinskapur er settur fram fyrir hæfni og reynslu verður þessi kreppa enn lengri og sársaukafyllri. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.5.2009 kl. 13:37

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir Andri Geir. Það er rétt sem þú segir svona eru vinnubrögðin á þessu landi enda hef ég ekki tekið þessu persónulega heldur lít á þetta sem vanhæfni stjórnsýslunnar sem svo sannarlega hefur sannið sig í atburðarrásinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.5.2009 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband