Sykurskattur er bara tollur á sykur, útflutningsvöru ESB

Ögmundur veit vel að sykurskattur yrði túlkaður sem sér tollur á sykur, vöru sem við flytjum inn frá ESB.

ESB mun mótmæla svona tollabraski kröftuglega enda líklegt að það sé ekki í samræmi við EES samninginn. 

Það er kannski það sem VG eru að vonast eftir.


mbl.is Sykurskattur fyrir lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líka er óþarfi og bara óþolandi að skatta okkur til að hafa vitð fyrir okkur.

EE elle (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Þetta er nú einhver misskilningur hjá þér.   Virðisaukaskattur og vörugjöld eru mismunandi eftir vöruflokkum og á ákvörðunarvaldi hvers einstaks lands.   Ekki hefur verið í umræðunni að tolla þessar vörur sérstaklega - og beita innflutningshömlum.

Þegar vsk. á matvöru var færður úr 24,5% í 7% nýlega þá var það einmitt gag´nrýnt að gos og snakk og ýmislegt sælgæti var lækkað í vask-flokki.  Það var líklega 2007 eitthvað.  Svo má líka minna á að barnavörur - bleyjur og þjónustuvörur barna eru hér með 24,5% vsk - en td. í Bretlandi og Canada er slíkur skattur 0-7% - svona til samanburðar.

Vsk. er tekjustofn og skynsamlegt að stýra því að hvaða vörur og þjónustuflokka slíkur skattur legst - og horfa til þess hver er hinn endanlegi neytandi.  Það er einmitt góð pólitík að gera slíkt með rökum og yfirvegun - og réttlæti í huga.  Jafnvel má horfa á heildarkostnað ríkisins af afleiddum sjúkdómum og heilsutjóni

Benedikt Sigurðarson, 25.5.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband