Ein tala segir ekki alla söguna

Það er hættulegt að fara að draga upp mynd af löndum byggða á einum punkti.  Ísland lendir í sama sæti og Frakkland og Bandaríkin en þar með endar samanburðurinn.  Það er ansi mikill munur á Frakklandi og Bandaríkjunum, og Íslandi hins vegar. 

Bæði ríkin eru þó nokkuð stærri en Ísland og hafa stöðugan gjaldmiðil, bæði ríkin geta enn fjármagnað sinn fjárlagahalla, bæði ríkin hafa lága vexti og enga verðtryggingu, osfrv.

Hins vegar, þá öskrum við og mótmælum eins og Frakkar og högum okkur eins og verstu engilsaxneskir fjármálafíklar. 

Það sem þessi frétt segir er að Ísland er ekki lengur samstíga hinum Norðurlöndunum.  Við eru á fleygiferð frá norrænum velferða og stöðuleika gildum.


mbl.is Mælist með minni stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta er ekki "ein tala". Niðurstöðutalan er meðaltal nokkurra annara talna þar sem stöðugleiki er metinn út frá hinum ýmsu þáttum

Við mælumst t.d með 8 þegar athuguð er hætta á sviði efnahagsmála.

Reynslan ætti nú að hafa kennt okkur að kjafta ekki niður hættumat

Heiða B. Heiðars, 13.5.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband