9.5.2009 | 21:07
Flott framtak hjá bændum
Því meir sem bændur hafa með framleiðslu og sölu sinna afurða að gera því betra fyrir þá og neytendur. Þeir einu sem tapa eru pólitískir milliliðir sem hingað til hafa haldið kverkataki á bændum og íslenskum landbúnaði.
Það sem ferðamenn og neytendur vilja er fjölbreytt úrval afurða. Hótel á landsbyggðinni og bændagisting eiga að geta boðið upp á osta og jógúrt sem ekki eru fáanleg í Reykjavík eða í Bónus. Það er lítill dagamunur í því að fá Bónusvörur sem fólk neytir daglega heima hjá sér á hótelum.
Vonandi fara bændur að framleiða vörur sem þekktust hér áður fyrr svo sem osta úr sauða- og geitamjólk og osta úr ógerilsneyddri mjólk. Ef Frakkar og Bandaríkjamenn leyfa bændum að framleiða úr ógerilsneyddri mjólk af hverju ekki á Ísland þar sem allt var leyft í fármálaafurðum!
Sífellt fleiri selja vörur sínar beint frá býli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.