8.5.2009 | 17:34
Getur enginn tekið upp tólið og hringt í Downing Street?
Hvers vegna í ósköpunum hringir ekki forsætisráðherra eða utanríkisráðherra í starfsbróðir sinn í Bretlandi og fer fram á persónulegan fund til að koma málum á hreint. Það er alveg með ólíkindum að utanríkisstefna Íslands virðist byggjast á eintómum og endurteknum misskilningi.
Íslensk stjórnvöld verða að taka upp miklu harðari og öruggari fjölmiðlastefnu erlendis og sérstaklega gagnvart Bretlandi. T.d. er mikilvægt að stjórnvöld hafi sterk tengsl við fréttamiðla eins og BBC og Financial Times.
Ummælum Browns mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alltaf á tali, ekki glætan að hann svari.
Finnur Bárðarson, 8.5.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.