Stuðningur við ESB eykst í réttu hlutfalli við lífskjarahrunið

Það lág alltaf fyrir að stuðningur við ESB mundi aukast eftir því sem lífskjör hér falla.  Í raun má segja að krónan sé einn stærsti áhrifavaldurinn í aftöðu fólks til ESB.  Almenningur er nú farinn að láta pyngjuna ráða.  Dýrtíð, atvinnuleysi, skuldafen, almenn ringulreið og óvissa er allt vatn á myllu ESB. 

Það hljóta að vera mikil vonbrigði hjá VG að ekki tókst að rétta af krónuna í mars og létta höftunum.  Fallið í apríl og hert höft innsigluðu ESB málið eins og kom í ljós í kosningunum og þessi skoðanakönnun bendir einnig til.

Hvað getur Steingrímur staðið lengi á bremsunni?   Kjósendur VG virðast vera farnir fram úr flokksforystunni og margir komnir á sveif með ESB sinnum!  


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stuðningur við viðræður við Evrópusambandið var mun meiri sl. haust eftir bankahrunið en minnkaði síðan verulega í byrjun ársins.

Það er annars svo merkilegt með þessar skoðanakannanir um Evrópumálin, ef spurt er um það hvort fólk vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið er gjarnan meirihluti fyrir því en ef spurt er að því hvort fólk vilji sækja um aðild að sambandinu, sem þarf að gera fyrst áður en einhvers konar viðræður geta farið fram, þá hafa kannanir sýnt meirihluta gegn því.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 20:44

2 identicon

Hér má m.a sjá graf sem sýnir þróun í könnunum SI og Fréttablaðsins.

Það vill oft virka betur að kynna sér forsendur áður en maður ályktar.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Auðvita eru sveiflur í skoðanakönnunum og taka verður pankik tímabil út úr þessu.   Hins vegar er Ísland ekkert öðruvísi en önnur Evrópulönd.  Aðild snýst annað hvort um að auka lífskjör eða vernda lífskjör.  Hér er ein tilgáta.  Fylgi við aðild er yfireitt teng bilinu á milli þjóðartekna landsins og meðaltali ESB.  Ef talan er há ein og í Noregi og Sviss er lítill áhugi en hins vegar í Austur Evrópu er þessi tala negatíf og mikill áhugi. Svíþjóð og Danmörk eru undantekning en þar var umræðan meir um að vernda lífskör en að auka þau.

Þetta er í raun og veru mjög einfalt.  Þér er boðið að ganga í klúbb.  Annað hvort þarftu að borga með þér eða þér er borgað.  Hverjir heldur þú að vilji ganga í svona klúbb?

Andri Geir Arinbjarnarson, 7.5.2009 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband