6.5.2009 | 06:50
Vantar þjálfað starfsfólk
Það hreinlega vantar þjálfað og reynt starfsfólk sem getur sest niður með einstaklingum og fyrirtækjunum og farið í gengum stöðuna og komið með raunverulegar lausnir fyrir hvern og einn.
Það er ekki hægt að búast við að Ísland hafi starfskraft til að stjórna svona prógrammi miðað við það skuldafargan sem hvílir á þjóðinni.
Strax í nóvember átti að kalla á hóp sérfræðinga frá Norðurlöndunum sem reynslu í svona vinnu og fá þá til að skipuleggja þetta og stjórna. Þar með hefði ekki aðeins fengist kunnátta og þekking heldur einnig sjálfstæði og óháð mat.
Ef þessi vinna hefði byrjað fyrir 6 mánuðum værum við langt komin með hana og ólíklegt að sú ringulreið og öngþveiti sem nú ríkir væri til staðar.
Ísland þarf hjálp erlendis frá, við komumst ekki út úr þessu sjálf. Við einfaldlega höfum ekki þann sérþjálfaða og óháða mannafla sem þarf til.
ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gylfi era að huga að atvinnsköpun og vill ráða 50 fjármálaráðgjafa strax á morgun. Sennilega eru einhverjir sölumenn viðbótarlífeyrissparnaðarins á lausu.
Ef hefur hugsað sér að nota eitthvað af viðskipta- og hagfræðingunum sem aðstoðuðu við að koma Íslandi hausinn til að hafa vit fyrir fólki á eru þeir eru allir önnum kafnir hjá hinu opinbera við að "setja allt upp á borðið".
Magnús Sigurðsson, 6.5.2009 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.