4.5.2009 | 13:52
Íslensk stjórnvöld í sérklassa!
Hvenær var stjórnvöldum á hinum Norðurlöndunum síðast stefnt af hópi banka frá Evrópu, Miðausturlöndum og Asíu vegna hugsanlegra stjórnarskrábrota á eignarréttaákvæðum?
Þetta er mikill hnekkir fyrir FME, ríkisstjórn landsins og Seðlabankann. Þetta er enn ein staðfesting þess að Ísland er komið á bás með löndum eins og Venesúela, Argentínu og Kúbu?
Þetta er ekki aðeins hnekkir fyrir Ísland þetta er blettur á hin Norðurlöndin og þeirra gæðastimpil.
Þetta mun ekki auðvelda aðgang að erlendu fjármagni eða endurfjármögnun. Ekkert hræðir erlenda fjárfesta meir frá en aðför að eignarréttarkafla almennra mannréttinda. Þjóðnýting hverju nafni sem hún nefnist er eitur í blóði fjárfesta. Það er sú pólitíska áhætta sem enginn er tilbúinn að taka.
Ætli fjárfestar í íslenskum álverum og bankamenn Landsvirkjunar séu ekki farnir að ókyrrast?
Spurningu sem aldrei hefur verið svarað er hver samdi þessi neyðarlög? Þau voru samin af einstaklingum. Þekktu þessir einstaklingar til eignar- og jafnréttisákvæða stjórnarskrárinnar?
Segja yfirvöld brjóta stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Athugasemdir
Rós í hnappagat Gylfa viðskiptaráðherra og Gunnars vinar hans, nýja stjórnarformanns FME - þeir stýrðu þessari fáránlegu ákvörðun að setja skilanefnd inn í SPRON. Hét það ekki að skora í réttu mörkin?
Úlfar (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:09
Góð færsla hjá þér, hjartanlega sammála þér og vísa til þinnar færslu á bloggfærslu hjá mér..!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.