Er Gylfi búinn að tala ráðherrastólinn af sér?

Vandamálið við að hafa ráðherra sem eru ekki stjórnmálamenn er að þeir koma ekki alltaf réttum skilaboðum til kjósenda.  Að tala um hagsmuni innheimtulögfræðinga í því ástandi sem ríkir nú í þjóðfélaginu er vægast sagt ósmekklegt og alveg ónauðsynlegt. 

Það sorglega við þetta er að fyrir utan þessi mistök þá var margt sem Gylfi benti á mjög skynsamlegt.  En skaðinn er skeður, allt sem menn muna eftir eru hagsmunir innheimtulögmanna sem Gylfi virðist bera fyrir brjósti.  Já, heimur stjórnmálanna er ekki eins einfaldur og hann kannski virðist úr sölum Háskólans.

Baráttan um stólinn er hafinn og Gylfi hefur tapað fyrstu lotunni.


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér hann sagði að það kæmi ekki við bankana ef fólk hætti að borga, það væru bara innheimtuaðilar sem myndu græða á því, þar átti hann við lögmenn og líka bankarnir sem græddu líka vextir og dráttarvextir en þetta er ekki rétt hjá honum því ef fólk hættir að borga þá stefnir það í gjaldþrot. þannig að þá fá bankarnir ekkert og ekki lögmenn heldur nema bankarnir verða að borga fyrir brúsan. það er alveg kristaltært að ef maður lætur taka sig til gjaldþrotaskifta þá borgar hann ekkert það er að segja ef bankinn lætur gjörningin fara fram, en ef viðkomandi skuldari fer fram á að hann verði tekin til gjaldþrotaskifta þá þarf hann að borga ef ég man rétt 250 þúsund krónur.

Þannig að mér fannst svar viðskiftaráðherra vera svolítið skrítið,ekki það að mér líst persónulega vel á þennan mann. þarna voru bara svörin ekki alveg eins og ég vildi hafa það en hann er að vernda það svæði sem hann er með og ber ábyrgð á.Vonast efir málefnalegu svari þoli ekki þegar mér ekki svarað, ég á heima í sveit hvar átt þú heima á hinu góða íslandi ? megi guð geyma þig og þína fjölskyldu. 

 MBK

Þorsteinn Ingvarsson.

Þorsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband