3.5.2009 | 09:41
Ný niðurskurðarfrétt: Dvalarheimili lokar um áramót!
Hér kemur enn ein fréttin um aðför að öldruðum. Niðurskurður virðist bitna fyrst og fremst á þessum þjóðfélagshóp. Loka átti Dvalarheimilinu Helgafelli á Djúpavogi nú í byrjun sumars en frestur hefur verið gefinn til áramóta. Ekki er ljóst hvort þessi frestur var gefinn fyrir kosningar eða eftir. En hvað gerist með þetta fólk eftir áramót? Er forsvaranlegt að láta eldri borgara lifa við óvissu og kvíða? Áhyggjulaust ævikvöld hefur snúist upp í martröð fyrir marga eldri borgara.
Á meðan er allt gert til að vernda þjóðfélagshópinn undir 25 ára. Engum skóla eða barnaheimili hefur verið lokað. Auðvita eigum við að standa vörð um næstu kynslóð en ekki á kostnað kynslóðarinnar á undan. Svona "Orwellian" þjóðfélag þar sem aldraðir og þeir sem minna mega sín er alltaf settir skör neðar á ekkert heima í hópi Norðurlandanna.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.