1. maí hugleiðing

Nú á þessum fyrsta 1. maí þegar meirihlutastjórn vinstri flokka er við völd eru væntingar verkalýðshreyfingarinnar eðlilega miklar.  Hins vegar er það eðli allra stjórnmálamanna að valda vonbrigðum.  Jafnvel Nelson Mandela olli vonbrigðum þegar breytingar í Suður Afríku tóku lengri tíma en vonir stóðu til. 

Margt bendir til að þetta verði líka örlög nýrrar stjórnar.  Sú von margra að hægt sé að finna stóran hóp auðmanna með fullar hendur fjár og skuldlausar eignir sem hægt verði að skattleggja um ókomna framtíð til að viðhalda velferðakerfinu og endurreisa atvinnulífið er hættuleg tálsýn. Hin raunverulegu auðæfi liggja hjá erlendum fjárfestum sem af klókindum tókst að selja eignir sínar til íslenskra útrásavíkinga á yfirverði. 

Við getum ekki endalaust hagað okkur eins og í ævintýri H.C. Andersen.  Sannleikurinn og raunveruleikinn verða að koma í ljós. Því fyrr því betra, því aðeins þá getur endurreisn Íslands hafist af alvöru.

Því miður eiga hlutirnir eftir að versna til muna áður en þeir batna.  Sú svikamylla að slá endalaus lán erlendis til þess eins að fella þau niður á Íslandi gengur ekki til lengdar frekar en vefstólarnir í Nýju Fötum Keisarans.  Ríkiskassinn er tómur, hvaðan eiga peningarnir að koma í hann?  Varla standa útlendingar í röðum til að ausa sparifé sínu í hann?  IMF hefur stöðvað útborgun á láni til Íslands og lánið frá Færeyjum er búið. 

 


mbl.is „Kreppa nærð af græðgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel að endurreisnin verði erfiðari en ella því þjóðin hafnaði Sjálfstæðisflokknum og góðum hugmyndum hans um endurreisn landsins en við skulum vona það besta Andri og óska nýrri stjórn velfarnaðar og vona að vandinn verði leystur fyrr en síðar.

Hilmar Gunnlaugsson, 1.5.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband