25.4.2009 | 08:07
Eru þetta fagleg vinnubrögð eða eitt annað klúðrið?
Ögmundur segir að vinna þurfi löggjöf um þjónustustarfsemi EES faglega.
Fyrst segir Stefán Haukur já og svo nei. Er þetta faglegt? Hver gaf sendiherra skipun um að samþykkja og á hvað forsendum var samþykki veitt? Af hverju var samþykki breytt í neitun á síðustu stundu?
Hvers vegna komast íslenskir ráðherrar alltaf upp með að segja hálfa sannleikann? Hvenær breyttist VG slagorðið "allt upp á borðið" í "allt undir teppið"?
Því miður sýnir þetta ákvarðanaferli þá ringulreið og skipulagsleysi sem virðist ríkja innan ríkisstjórnarinnar. Erlendir diplómatar standa agndofa.
Ætli við verðum ekki að bíða eftir að erlendir blaðamenn svipti hulunni af þessu sem svo mörgu öðru.
VG stoppaði ESB-lögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi þjónustutilskipun hefur verið gífurlega umdeild innan ESB og verkalýðshreyfingin í Evrópu hefur verið mjög gagnrýnin á hana. Það er því mjög ábyrg afstaða að rétt fyrir kosningar að fresta því að Ísland veiti henni samþykki sitt þar til ný ríkisstjórn tekur við. "Það hefur ekki verið tekin nein endanleg ákvörðun", er haft eftir Ögmundi.
Einar Ólafsson, 25.4.2009 kl. 11:38
Einar,
Ef það er stefna stjórnarinnar þá á hún að vera klár. Það sem ég er að skrifa um eru vinnubrögðin, fyrst já svo nei. Þetta ber vott um ringulreið og skipulagsleysi.
En engin ákvörðun hefur verið tekin þá segir maður ekki já? Svo er sú staðreynd að við heyrum um þetta fyrst frá erlendum blaðamönnum!
Andri Geir Arinbjarnarson, 25.4.2009 kl. 12:53
Það þarf enginn að skammast sín fyrir að vera gætinn. Og fyrir að fara varlega.
Vilhjálmur Árnason, 25.4.2009 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.