24.4.2009 | 15:32
Enn einn bletturinn á íslenska vegabréfið
Íslenska vegabréfið er ekki eins blátt og saklaust og það hefur alltaf verið. Nei, það er orðið ansi blettótt og sjúskað. Og ekki virðast þessar fréttir bæta útlitið.
Fólk erlendis spyr ekki lengur um Björk, íslensku náttúruna og hreina loftið. Allt tal er um bankahrun, þjóðargjaldþrot og glæframenn sem stálu landinu.
Margir útlendingar sem hafa tapað peningum í íslensku bönkunum vilja varla heyra minnst á Ísland og allt sem íslenskt er. Brennt barn forðast eldinn. Það verður ekki auðvelt að fá erlenda banka og fjárfesta til að lána peninga til Íslands aftur. Það mun ekki beint auka starfsframa erlendra bankamanna að mæla með lánum til Íslands!
Þeir sem verða svo djarfir að lána til Íslands munu nú fara fram á raunveruleg veð, veð í íslenskum auðlindum og þá aðeins að bankamenn séu 100% öruggir um að þessi veð verði ekki gerð ógild með enn einum neyðarlögum. Ofna á þetta koma svo ofurvextir vegna óhagstæðs áhættumats erlendra stofnanna.
Því lengur sem þessi Icesave deila dregst á langinn því meiri líkur eru á langvarandi skaða á íslensku trausti og trúverðugleika sem erfitt verður að breyta.
Siv segir atburði ævintýralega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þar sem Geir H. Horde kemur fram er maðkur í mysunni. Sá einginn hérna hvað hann var vandræðalegur.
Þetta er pólitísk refskák til að fá fólk á móti Samfylkingu og VG rétt fyrir kosningar.
Hættið öll að spá í þessa fjórflokka og kjósið Borgaraflokkinn á þing ! Þar er fólk sem hefur unnið sjálfboðaliðavinnu í langann tíma. Bara til þess eins að fá réttlæti.
Þið fáið bara einn séns á að kjósa eitthvað sem hefur raunverulegt gildi. OG ÞAÐ HAFA EKKI FJÓRFLOKKARNIR OG SÉRSTAKLEGA EKKI SPILLINGARFLOKKURINN.
X-O X-O X-O X-O X-O X-O X-O X-O X-O X-O X-O X-O
Þ.e.a.s ef þið viljið fá sannleikann framm ?
Már (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.