24.4.2009 | 12:00
Hátekjuskattur aðalúrræðið
Bresk fjárlög voru nýlega kynnt af Alistair in Wonderland eins og blöðin kalla fjármálaráðherra Breta um þessar mundir. Þetta eru kosningafjárlög fyrir Verkamannaflokkinn. Gríðarlegar skatthækkanir á hæstlaunuðu en lítill niðurskurður alla vega fram að kosningum.
Hátekjuskattur á hæstu tekjur hækkar um 10% stig (úr 40 í 50%) sem er einu stig meir en á Írlandi þar sem hann hækkaði um 9% stig.
En ekki nóg með það, persónufrádráttur var afnuminn hjá þeim hæst launuðu og þeir verða líka að borga skatt af lífeyrisgreiðslum. Þessar hækkanir jafngilda að jaðarskattur í Bretlandi er nú 60%. Enda voru mörg dagblöð í Bretlandi sem sögðu að þetta væru óskafjárlög fyrir Sviss og Lúxemborg!
Hér eru aldeilis komin fordæmi fyrir VG og S. Ekki vill Steingrímur verða eftirbátur Alistair svo athyglisvert verður að sjá hver hinn nýji hátekjuskattur verður - 9, 10 eða 12%?
Samdráttur í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.