Kampavín og prenthylki

Enn um brenglað verðlag eftir hrun krónunnar.

Ég skrifaði nýlega um ódýrt bensín á Íslandi en það er fleira ódýrt hér.  T.d. er fínt kampavín orðið frekar "ódýrt" hér á landi, ef svo er hægt að komast að orði, alla vega miðað við verðlag á prenthylkjum.  Tökum dæmi.

Hp 363 stórt prenthylki kostar kr. 6450 í Pennanum.  Út úr búð í London kostar þetta sama hylki kr. 3799.  70% dýrara á Íslandi en í Bretlandi.

Kampavín Mumm kostar kr. 5299 hjá Vínbúðinni.  Út úr búð í London (Nicolas) kostar þessi sama flaska 32 pund eða kr. 6080 og í Frakklandi kostar flaskan 31.40 evrur eða kr. 5338.

Hversu lengi verður hægt að kaupa ódýrasta kampavín í Evrópu á Íslandi?  Ef kampavín fer sömu leið og prenthylkin mun flaskan fara yfir kr. 10,000.  Það ku vera nokkrir kassar á þessu verði enn í landinu. 

Já það er ódýrt að vera "champagne socialist" á Íslandi í dag!  Ekki alveg það sem ég bjóst við af Jóhönnu og Steingrími.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er það ekki bara vegna þess að átvr er með mjög skrýtið fyrirkomulag á því hvernig birgjar mega hækka verðlag í hverjum mánuði?

GJ (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband