24.4.2009 | 07:52
Vantar rökstuðning byggðan á tölum og staðreyndum!
Hér förum við enn eina "misskilnings" ferðina sem var patentlaus fyrri ríkisstjórnar og ráðherra fyrir og eftir hrun. Alltaf vantar blákaldar staðreyndir og gögn sem rökstyðja mál ráðherra. Gamla góða bankaleyndin notuð aftur og aftur. Hvað varð um slagorð Steingríms "Allt upp á borðið"?
Ómögulegt er fyrir kjósendur að gera sér grein fyrir hvort Gylfi eða Sigmundur hefur rétt fyrir sér án þess að sjá skýrsluna.
Fólk verður að fara að gera meiri kröfur til ráðherra og krefjast þess að þeir rökstyðji mál sitt á faglegan og skiljanlegan hátt.
Misskilningur að staðan sé miklu verri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefur enginn haldið því fram að fullyrðingar hans séu ekki réttar. Gylfi segist ekki hafa séð þetta minnisblað og segir svo að fullyrðingar um að kerfishrun séu ekki réttar - það er hans mat, en hann mótmælir því ekki að upplýsingarnar séu réttar
Gestur Guðjónsson, 24.4.2009 kl. 13:03
Gestur,
Var það ekki líka mat Geirs og Ingibjargar að bankarnir væru í lagi, rétt fyrir hrun?
Hvernig væri að gefa almenningi staðreyndir og láta okkur um að meta þær.
Andri Geir Arinbjarnarson, 24.4.2009 kl. 14:55
Nákvæmlega, enda lofuðu VG og S að þessi gögn kæmu fram 15. apríl - en sviku það
Gestur Guðjónsson, 24.4.2009 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.