Öllu velt yfir á almenning!

Það virðast engin takmörk fyrir því hvað íslenskur almenningur á að borga og bjarga. 

Ríkið mun leita í vasa almennings með hærri sköttum svo hægt sé að borga fyrir mistök fyrri ríkisstjórnar.  Einkafyrirtæki mun velta hærri vaxtakostnaði vegna glæfralegra fjárfestinga yfir á almenning í formi hærra verðs á vörum og þjónustu. 

Fyrirtæki sem eru í einokunaraðstöðu eða starfa í lítilli samkeppni eru í óskaaðstöðu og geta hagað sér eins og ríki í ríkinu og hreinlega "skattlagt" almenning í formi nýrra og hærri gjalda.

Mjög freistandi er við þessar aðstæður að fyrirtæki taki sig saman og geri samkomulag um að halda verði uppi til að halda "lífi". 

Hér verður Samkeppnisstofa að fylgjast vel með og halda hagsmunum neytenda á lofti. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband