23.4.2009 | 08:52
IMF hefur ruglast á bremsu og bensíngjöf!
Nágrannalöndin okkar fást við mikla efnahagslega erfiðleika og hafa gripið til ýmissa aðgerða. Eitt sameinar þó aðgerðir i öllum OECD löndum nema Íslandi og það eru gríðarlegar vaxtalækkanir. Vaxtalækkanir hjálpa fyrirtækum og einstaklingum. Vaxtabyrgði af húsnæðislánum lækkar sem gefur fjölskyldum meira fé til ráðstöfunar sem aftur örvar efnahagslífið og dregur út atvinnuleysið. Sama á við um fyrirtækin, lækkaður vaxtakostnaður dregur úr þörf fyrirtækja til að lækka laun og segja fólki upp.
Að halda vöxtu í 15.5% er ávísun á kerfishrun eins og Friðrik H Guðmundsson bendir á í sínu bloggi nýlega. Sá misskilningur sem virðist ríkjandi hér á landi að við getum bara tekið erlend lán ofan á erlend lán til að byggja virkjanir, skapa 20,000 störf og halda uppi norrænu velferðakerfi er hættulegur. Til að halda svona spilaborg standandi endum við með því að taka lán til þess aðeins að greiða vexti og vaxtavexti af öllum þessum lánum. Þessi tálsýn byggir einnig á þeirri fölsku forsendu að við höfum ótakmarkað lánstraust erlendis.
Fjárhagsleg staða heimilanna og fyrirtækja landsins er á fleygiferð fram af Látrabjargi. Þetta verður að bremsa af en vandamálið er að IMF hefur ruglast á bremsu og bensíngjöf og íslenskir stjórnmálmamenn eru flestir með bundið fyrir augun.
Ég hef áður sagt að Ísland hafi aðeins tvo möguleika, IMF og krónuna eða ESB og evruna. Ég er nú kominn á þá skoðun að fyrsti möguleikinn er varla raunhæfur. Það eina sem getur bremsað IMF af á þeirri tortímingarbraut sem þeir eru á með landið er umsvifalaus yfirlýsing um að hefja aðildarviðræður við ESB. Þar með skapast bæði erlend ró og traust sem gefur okkur loksins tækifæri á að lækka vexti og ná stöðuleika á krónuna. Ef ekki er gripið í nú er verið að senda næstu kynslóð í fátækt og atvinnuleysi sem mun taka áratugi ef ekki heila kynslóð að vinna sig út úr. Eiga börnin það skilið?
Valið í þessum kosningum stendur því aðeins um tvo mjög skýra möguleika:
ESB aðild eða ekkert!
Fjórfalt fleiri í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Þar með skapast bæði erlend ró og traust sem gefur okkur loksins tækifæri á að lækka vexti og ná stöðuleika á krónuna."
Þetta heyrir maður oft en þegar spurt er hvernig þá koma bara frasar á borð við það "þá sjá menn hvert við stefnum" o.s.frv.
Hvað segir ESB aðild um það hvernig við ætlum að snúa okkur hvað varðar skuldabaggann á fyrirtækjum og einstaklingum eða þá hvernig við ætlum að klóra okkur út úr vandanum sem menn kenna við jöklabréf?
Það er t.d engin leið til þess að við hefðum efni á að fara inn í ERM II með krónuna yfir 250-300 pr. evru sökum alls þess fjár sem hér er laust.
Ef að það er hugmyndin að aflétta gjaldeyrishöftunum og láta gengið falla er það þá ekki sú yfirlýsing sem segir mönnum eitthvað um hvert við stefnum? Þannig séð er ekkert sem segir að við getum ekki verið áratugi á leiðinni að taka upp evru þótt að við værum komin inn í ESB.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 09:24
Hans,
Eitt skref í einu. Við þurfum fyrst og fremst að ná niður vöxtum og koma ró á krónuna. Þar ráða útlendingar ferðinni að mestu leyti og þeir hafa lítinn áhuga á innlendum vangaveltum um rómantíska þjóðernisstefnu.
Þetta er praktískt fólk sem vinnur út frá sínum reynsluheimi en EKKI íslenskum pólitískum reynsluheimi. Þessir aðilar þekkja og treysta ESB og það er sá eini gæðastimpill sem þeir taka gildan. (traust eða vantraust Íslendinga á ESB skiptir þar ekki máli)
Þetta er ekkert flókið og snýst ekki um einhverja hugmyndafræði, við verður einfaldlega að vera praktísk.
Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 10:33
Hvers vegna gleyma íslendingar alltaf "verðtryggingunni", fyrir utan þessa háu vexti? Það er enginn grunvöllur fyrir aðild að EU fyrir þjóðina og þegar t.d. bretar tala um að hjálpa okkur við að flýta inngöngu, þá ætlast þeir til að við hugsum líka og gerum okkur grein fyrir stöðunni, en það gerum við alls ekki. T.d. "Verðtrygging" engin innganga. " Háir vextir" engin innganga. " Skuldir langt umfram eðlileg mörk " engin innganga. Svo má ekki gleyma að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kreistir börnin sín með stálkló og stýfir þau úr hnefa.
Guð blessi íslensku þjóðina.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:45
Við erum með gjaldeyrishöft og skilaskildu en ekki eiginlegt fljótandi gengi eins og stendur.
Ef að gengið stjórnast ekki af vöruskiptajöfnuði þá eru ekki beinlínis margar mögulegar skýringar á því, er það?
Aftur þykir mér þú ekki tala nógu skýrt. Að því er ég fæ séð getur ESB aðild sem gæðastimpill haft áhrif á tvo vegu. 1) Sem merki um vilja til þess að uppfylla Maastricht skilyrðin 2) Sem ávísun á umbætur á stofnunum.
Eins og staðan er skiptir vilji til þess að uppfylla Maastricht ekki máli því að getan er ekki fyrir hendi og ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að traust á stofnunum samfélagsins stóraukist við yfirlýsingu um að við ætlum inn í ESB, sérstaklega þegar horft er til skemmri tíma. ESB er eins og menn vita líka búið að koma sér í óskaplega klípu. Raunar finnst mér það nokkuð hæpið að tala um gæðastimpil.
Síðan skil ég ekki hvað þú ert að draga rómantíska þjóðernishyggju inn í málið. Hún kemur því ekkert við.
Svo minni ég á að hugmyndfræði er bæði hugmyndir um það hvernig hlutirnir virka í praxis og um gildi sem ráða svo forgangsröðun. Þinn málflutningur er ekki síður litaður af þinni hugmyndrfæði en málflutningur annarra.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:22
Hans,
Hvernig væri að spyrja erlenda fjárfesta hvað þeim finnst og hvort í þeirra augum ESB er meiri gæðastimpill eða núverandi íslensk efnahagsstefna undir forystu IMF?
Gengið stjórnast af vaxtagreiðslum til erlendra aðila. Eini markaðurinn sem er leyfður er á milli Seðlabankans og erlendra aðila sem eiga krónubréf. Þessi markaður er leyfður af kröfu IMF. Eina ráðið til að stjórna gengi krónunnar er að banna þessar erlendu vaxtagreiðslur en þar með er íslenska ríkið orðið tæknileg gjaldþrota í augum útlendinga þar sem þeir viðurkenna ekki íslensku krónuna sem raunverulegan gjaldmiðil. Sem sagt útlendingar (IMF og krónubréfhafar) hafa öll tromp á sinni hendi.
Auðvita uppfyllum við ekki Maastricht skilyrðin í dag en það er engin fyrirstaða fyrir því að hefja aðildarviðræður. Við verðum at taka eitt skref í einu. Þetta er engin töfralausn hún er ekki til.
Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 15:29
Ég hef ekkert á móti því að spyrja erlenda fjárfesta hvort þeim þykir meiri gæðastimpill. Hinsvegar þykir mér þú gefa þér fullmikið um svörin.
IMF hefur hingað til ekki verið þekktur af öðru en að gæta hagsmuna fjármagnseigenda og eins og ég sagði í fyrri athugasemd þá hefur umhverfið innan ESB ekki varnað miklum erfiðleikum þar.
Ég bendi einnig á að IMF og ESB eru ekki tveir aðskildir valkostir. Lettland, Ungverjaland og Pólland hafa öll þurft að leita aðstoðar frá sjóðnum þótt þau séu í ESB.
Gengissveiflur sem ráðast af vaxtagreiðslum ættu að vera nokkuð fyrirsjáanlegar. Þegar þú talaðir um óróleika á krónunni þá gerði ég ráð fyrir því að þú ættir við hina óútskýrðu gengislækkun sem hlýtur að stafa af því að einhver sé að fara framhjá höftunum.
Ég skil ekki hvernig að vaxtagreiðslur til erlendra aðila ættu að lækka við það að lýsa yfir vilja til að ganga í ESB. Ég get komið auga á þá von að við það aukist tiltrú. Sú tiltrú verði síðan þess valdandi að fjármagnseigendur reyni síður að komast út þótt vextir séu lækkaðir. Mér sýnist vonin hinsvegar ekki svo stór að þetta verði sannfærandi áætlun í mínum huga. A.m.k ekki án þess að spyrja fjármagnseigendurna fyrst.
Annars sýnist mér að til þess að meta það hvaða áhrif svona tilfæringar hefðu án þess að vita hvernig fjármagnseigendahópurinn er samansettur. Ef eigendurnir eru upp til hópa mjög fjárþurfi sjálfir þá má vera að trúverðugleiki sé ekki aðalatriðið.
Hvað varðar fjárfesta þá hlýtur það að vera ótímabær umræða. Það fer varla nokkur fjárfestir að hafa áhuga á okkur á meðan að við sitjum uppi með gjaldeyrishöftin og alþjóðlega fjármálakreppan er enn slæm.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.