22.4.2009 | 10:08
Verða viðskiptavinir Símans látnir borga 6.4 ma tap?
Tap móðurfélags Símans ætti að vera áhyggjuefni viðskiptavina Símans. Gjöld og taxtar hafa hækkað og svo virðist sem fyrirtækið munu nota allar aðferðir til að velta sem mestu af tapi óskyldra fjárfestinga yfir á viðskiptavini Símans. Þetta þýðir auðvita að meginþorri símnotenda verða að sætta sig við háa og hækkandi taxta og líklega verri þjónustu um ókomna framtíð.
Einkavæðing Símans voru mistök. Lítið, strjálbýlt og einangrað land eins og Ísland getur ekki afhent þjóðhagslega mikilvæga stofnun eins og Símann til fjárglæframanna sem hafa sett fyrirtækið á rúllettuborðið og tapað.
Síminn þarf að komast aftur í þjóðareign. Þetta ætti ekki að standa í VG í nýrri ríkisstjórn.
Tap Skipta 6,4 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef ekki Síminn, þá að minnsta kosti Míla, fyrirtækið sem rekur grunnnetið.
Matthías Ásgeirsson, 22.4.2009 kl. 10:27
veit nú ekki betur til að Landsbankinn sé orðinn stæðsti eigandinn í Vodafone og Tal, og er landsbankinn ekki í eigu ríkisins ?
Árni (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:38
Nei alls ekki að setja þetta í ríkiseign aftur. Sko þessir eigendur er í besta falli lélegir businessmenn. Í versta falli glæpamenn. En það þýðir ekki að samkeppni sé vond. Ég man alveg hvernig þetta var þegar að ríkið átti símann. Það var alger hörmung. Við værum öll enþá að borga morðfé fyrir ISDN ef þetta væri í ríkiseign.
Það á hinsvegar að taka Mílu og setja í ríkiseign. Sameina grunnneti vodafone, OR og Farice. Grunnnetið er mikilvægt framtíð ísland og verður að vera í þjóðareign og aðgengilegt öllum fyrirtækjum á jöfnum grundvelli. Að einkavæða grunnetið er eins og að einkavæða þjóðvegina. Netkerfið er nú þegar jafn mikilvægt vegakerfinu og mun í framtíðinni verða allra mikilvægasta eign landsins.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:15
Matthías Ásgeirsson, 22.4.2009 kl. 13:07
Auðvitað borga viðskiptavinirnir allan brúsann...hver annar ætti að gera það ?
TARA, 22.4.2009 kl. 20:16
Mér fannst akkúrat þjónustan skána heil ósköp eftir að ríkisstimpilinn var tekinn af Símanum.
Annars fer Matthías rétt með, Íslendingar voru alltaf að greiða lægstu símgjöld af öllum OECD ríkjunum. Hvar við stöndum í dag veit ég ekki.
Gunnar J. Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 20:49
Ég er sammála þér Andri. Ég er í viðskiptum við Símann og símgjöldin hafa hækkað gríðarlega upp á síðkastið. Nú er síminn og internettengingin orðin dýrari er rafmagn og hiti hjá venjulegri fjölskyldu.
Mistökin fólust í að selja grunnnetið. Það átti aldrei að fara úr ríkiseign. Það tók heila kynslóð gríðarlegar fórnir að leggja síma heim að hverjum bæ. Búið var að greiða þessar fjárfestingar niður og við vorum með lægstu símagjöld í Evrópu hér um árabil eftir að Skyggnir kom og einokun Stóra Norræna á símtölum með sæstrengnum frá Seiðisfirði var rofin.
Eftir að grunnnetið var selt fjárglæframönnum þá hafa símgjöld ekki gert annað en hækka. Þetta var jafn gáfulegt og að selja fjárglæframönnum allar skólplagnir á landinu og leyfa þeim að taka þau þjónustugjöld sem þeim þóknast af notendum. Það mun enginn fara að leggja hér annað kerfi með skólplögnum til að keppa við það sem fyrir er. Sama gegnir um símalagnir í okkar strjálbýla landi.
Að Síminn hafi verið með lélega þjónustu hér áður fyrr þá er það rétt. Þess vegna átti að selja búðirnar og ríkið átti að hætta að selja síma. Það átti hins vegar að gera eins og Landsvirkjun sem stofnaði Landsnet sem nú rekur allar háspennulínur í landinu og dreifir rafmagni fyrir alla.
Framsókn eins og ég vildu á sínum tíma ekki selja grunnnetið en Sjálfstæðisflokkurinn krafðist þess í anda "Íslenska Thatcherismanns" og nú súpum við seiðið af því bulli. Nú þarf ný kynslóð að greiða á nýjan leik allar símalagnir sem fyrri kynslóðir voru búnar að borga upp að fullu plús tap eigendanna á gambli á hlutabréfamarkaði.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 00:54
Takk fyrir góð innlegg. Þjóðnýting á grunnetinu er greinilega í þjóðarþágu til að skapa eðlilegan samkeppnisgrunn. Sú staða sem nú er komin upp að viðskiptamnenn sem eru með allt niður um sig og hafa alls ekki staðið sig geti notað prívat einokun til að "skattlegga" almenning til að borga fyrir þeirra prívat mistök er algjörlega ósættanlegt. Ríkið þarf að setja þak á alla síma og gagnaþjónustu þar til þetta er komið í eðlilegt horf.
Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.