Geta Íslendingar tekið upp sömu mynt og Danir?

Það verður hrein nostalgía þegar hægt verður að nota sömu mynt í Reykjavík og Kaupmannahöfn.  Á þeim degi verður okkur hugsað til fortíðarinnar og okkar forfeðra sem gerðu slíkt hið sama fyrr á öldum. 

Eitthvað held ég nú samt að þetta muni standa í fáeinum þjóðernissinnum sem mega ekki hugsa þessa hugsun á enda.

Er ekki tími kominn til að minna þjóðina á "maðkaða mjölið"?


mbl.is Danir nálgast evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

mjög einfalt. í stað þess að taka út efnahagssveiflur út í gegnum gengið á næstu árum, þá töku við þær út með niðurskurði á ríkisútgjöldum og uppsögnum til að skapa atvinnuleysi. ef þér líst betur á það heldur en tímabundna skerðingu á kaupgetu þinni á innfluttningsvörum þá ertu á réttrihyllu.

Fannar frá Rifi, 18.4.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Fannar,

Þú er að gefa þér að ég og aðrir verði á Íslandi með krónunni. Ekki gleyma gamla möguleikanum um Múhameð og fjallið sem hefur nú breyst í Íslendinginn og evruna!

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.4.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

langvarandi atvinnuleysi umfram skammtíma kaupmáttarrýrnun?

Fannar frá Rifi, 18.4.2009 kl. 20:37

4 Smámynd: Jón Arnar

"standa í fáeinum þjóðernissinnum" "Er ekki tími kominn til að minna þjóðina á "maðkaða mjölið"?

Þessar nótur gefa manni þessa spurningu

Ertu meðlimur í "frjálslynda" flokknum? flokki sem ekki er frjálslyndari í hugsunum en USA var fyrir 150 árum!

Jón Arnar, 18.4.2009 kl. 21:12

5 identicon

Er ekki kominn tími til að stansa þennan barnalega einfaldleika og miskilning sem litar alla umræðu á Íslandi um Evru. Evra í íslenskri umræðu er einfaldlega pappírssnepill með tölu á sem hægt er að eigna sér og hagræða að vild. Svo einfalt er þetta ekki. EMU sem því miður hefur verið þýtt ranglega yfir á íslensku sem Evrópskt "myntbandalag" er samkomulag um náið efnahagslegt samstarf Evrópusambandsþjóða ætlað að tryggja stöðugleika, sameiginlega vaxtastefnu og gagnkvæmt efnahagslegt eftirlit. Evran sem mynt er aðeins andlitið á þessu samkomulagi (EMU) sem er órúfanlega bundið Evrópusambandsþjóðum. Danir eru fullgildir aðilar að EMU sem og aðrar Evrópusambandsþjóðir en hefur þó ekki gengist undir síðasta lið EMU samkomulagsins, sjálfa myntbreytinguna.

Til að taka þátt í EMU þurfum við ekki aðeins að vera í ESB heldur einnig að gangast undir ákveðin og ströng skilyrði. Ég nefni hér nokkur:

Gangast undir sameiginlega stefnutöku í efnahagslegri pólítík.

Gagnkvæmt eftirlit með efnhagslegri þróun í hverju landi.

Aðili að evrópska stöðugleika- og vaxtasamkomulagsins.

Skuldir lands mega ekki vera yfir 60% af BNP

Fjárhagshalli má ekki vera meiri en 3% af BNP

Virkir aðilar í stjórnarráði Evrópska seðlabankans. (Aðeins ESB lönd)

Virkir aðilar í sam-evrópska efnahagsráðinu.

Hafa sömu peninga- og gjaldeyrispólítík og þarmeð loka fyrir möguleikan á einhliða gengisfellingu.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband