17.4.2009 | 20:40
Fordæmi fyrir Icesave
Með því að borga allt út fyrir innistæðueigendur Kaupthing Edge er komið fordæmi að borga út fyrir aðra aðila þar á meðal Icesave.
Útlendingar gera ekki greinarmun á Edge og Icesave.
Ef íslenskur ráðherra borgar út í Þýskalandi verður sá sami að borga út í öðrum ESB löndum.
Allir íslenskir bankar eru undir skilanefndum skipaðar af íslenskum stjórnvöldum.
Hvað þýðir þetta fyrir íslenska skattgreiðendur?
Innistæður Edge greiddar út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Athugasemdir
Ekkert.
Skilanefndin er ekki ríkið, Edge er ekki greitt af tryggingasjóði.
Er erfitt að skilja þetta?
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 20:51
Vitum við eitthvað um hvort þetta sé nákvæmlega eins og þessi frétt gefur til kynna ? Hverjar eru aðrar skuldir ógreiddar sem bankinn þarf að standa skil á ? Séu slíkar fyrir hendi - hvaðan kemur þá fjármagn til að greiða þær ? Hvaðan voru innistæður á íslenskum bankabókum teknar t.d. sem voru í Kaupþingi hér á landi ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.4.2009 kl. 21:09
Björn,
Hvers vegna er þá forsætisráðherra að tjá sig um þetta mál ef það hefur ekkert með ríkið að gera? Ég vona bara að erlendir lögfræðingar og Gordon Brown hlusti á þig.
Andri Geir Arinbjarnarson, 17.4.2009 kl. 21:32
En var ekki skilanefnd þessi hjá Kaupþings sett á laggirnar af ríkisstjórninni þegar banka-svindlið kom í ljós og ríkið tók í taumana? Nú spyr sá sem ekkert man!
eikifr (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 03:12
Skilanefnd var skipuð af FMR til að sjá um uppgjör á gamla Kaupþingi og starfar með umboði frá neyðarlögunum. Hún sér eingöngu um að gera upp gamla Kaupþing, þeas selja eignir sem ekki voru færðar yfir í Nýja Kaupþing banka hf og standa skil á skuldum gamla Kaupþings sem ekki voru færðar yfir í Nýja Kaupþing banka hf, en undir það síðarnefndu heyra einmitt íslenskar bankainnistæður.
Skilanefndin hefur nú fundið nóg af eignum til að hægt sé að greiða þessar forgangskröfurnar, þeas innistæður í Þýskalandi. Ekki króna rennur frá ríkinu til að greiða þetta. Enginn "íslenskur ráðherra" borgaði þetta út, þó að forsætisráðherra tilkynni þetta fyrir hönd skilanefndar.
Í Landsbankanum lítur út fyrir að EKKI finnist nægilegar eignir til að greiða forgangskröfurnar, þeas Icesave, og þá er líklegt að falli á tryggingasjóðinn.
"Útlendingar gera ekki greinarmun á Edge og Icesave. " uh. munurinn er sá að annar bankinn á fyrir skuldunum.
Þú segist hafa MBA, þannig að þú ættir að geta lært, lærðu að kynna þér málin áður en þú byrjar að bulla og líta út eins og fávís maður.
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:08
Björn Friðgeir,
Ég álit það forréttindi að bulla og vera eins fávís og ég vil. MBA eða ekki, skiptir þar engu máli. Ofurtrú á menntagráður er stórhættuleg, láttu mig vita það.
Svo er að sjá hvort íslensk neyðarlög standast íslenska stjórnarskrá, EES samninginn eða eignarréttarkafla almennra mannréttinda. Bíðum og sjáum hvað setur, en á meðan mun ég bulla og blogga.
Andri Geir Arinbjarnarson, 18.4.2009 kl. 20:05
Að sjálfsögðu máttu bulla, en ekki ef þú ætlast til að vera tekinn alvarlega. Og að fara vísvitandi með rangt mál, er auðvitað að ljúga.
Ofangreint mál hefur ekkert mikið með neyðarlögin að gera, sér í lagi hefur þessi misskilningur þinn, sem ég leiðrétti, nákvæmlega EKKERT með þau að gera
Ég hallast að því að þú hafir fengið MBA í kornflexpakka, amk sýnirðu engan áhuga á að fara með rétt mál hér.
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.