Úti er ævintýri

Erlendir spekúlantar hugsa sér nú gott til glóðarinnar þegar Landic verður tekið til gjaldþrotaskipta.

Þessir sömu aðilar sem tókst að pranga fasteignum inn á Íslendinga á uppsprengdu verði munu geta endurheimt fyrri eignir á brunaútsöluverði.  Mismunurinn milli söluverðs og kaupverðs fyrir útlendingana mun verða mikill og ágóðinn af íslenska ævintýrinu góður.

Klókir erlendir fjárfestar eru fljótir að þefa upp græningja með opið ávísanahefti.  Og aldrei hljóp eins á snærið hjá þessu fólki og þegar íslenskir útrásarvíkingar fór á stjá.


mbl.is Landic Property óskar eftir greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að lesa frétt í morgun um sölu Landic á eignum í Scandinaviu. Fór í framhaldinu inná heimasíðu þeirra að skoða hvaða eignir þeir eiga. Kem svo nokkrum mínútum seinna inn á MBL og þar er komin frétt um beyðni um greiðslustöðvun. Þeir selja nú engar eignir nema kröfueigendur samþykki það.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Haraldur,

Eru það ekki skilanefndir gömlu bankanna stjórnað af reynslulitlum græningjum! 

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.4.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband