Hvað eiga kjósendur í Reykjavík að kjósa?

Óháðir kjósendur, sérstaklega hægra megin við miðju og ég tala nú ekki um ef þeir styðja ESB aðild hafa ekkert val í þessum kosningum.  Talið er að 12% eða meir skili auðu eða ógildu.  Svo eru þeir sem heima sitja og fara ekki á kjörstað því þeir hafa ekkert að kjósa. 

Ekki heyrist mikið frá þessu fólki.  Það situr heima, les blöðin og bloggið og muldrar í hljóði. 

Þeir sem eru á miðjum aldri eða eldri líta til liðins tíma þegar hægt var að treyst Sjálfstæðisflokknum og hans fólki.  Hvernig er það hægt í dag?  Mér hreinlega blöskraði eitt bloggið í morgun þar sem því var haldið fram að Guðlaugur þyrfti ekki að draga sig í hlé þar sem hann væri "saklaus þar til sekt hans væri sönnuð"? 

Hvert erum við komin með okkar þjóðfélag þegar umræðan er komin á þetta stig? 

Frambjóðendur til Alþingis verða að vera hafnir yfir allan grun og njóta fyllsta traust síns flokks og kjósenda.  Annars víkja þeir fyrir öðrum.  Reglan í siðmenntuðum lýðræðisríkjum er þessi:

  1. Kjósendur fyrst
  2. Flokkurinn svo
  3. Frambjóðendur síðast

Frambjóðendur sem ekki njóta fyllsta traust síns flokks og kjördæmis ber umsvifalaust að segja af sér og víkja fyrir nýju fólki.  Prófkjör er enginn mælikvarði á traust og siðferði.

Vandamálið á Íslandi er að það er engin hefð fyrir að víkja vegna skorts á trausti eða trúverðugleika.  Fólk hefur ekki sans fyrir þessu.  Þetta snýst ekki um lög heldur siðferði. 

Það verða margir óháðir kjósendur sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu stutt Sjálfstæðisflokkinn en geta það ekki núna, ekki vegna stefnu flokksins heldur vegna frambjóðenda sem eiga að vita betur og víkja.  Þessir kjósendur hafa engan áhuga á deilum og klögumálum innan flokksins.

Nú 11 dögum fyrir kosningar á flokkurinn aðeins eitt neyðarúrræði.   Guðlaugur, Illugi og Þorgerður verða að draga sig í hlé og víkja úr sínum sætum fyrir þessar kosningar.


mbl.is Var í beinu sambandi við bankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Skora á þig að kynna þér stefnu Borgarahreyfingarinnar en þangað hafa margir þeir sem stutt hafa XD í gegnum tíðina ákveðið að fylkja sér til að styðja við þær nauðsynlegu lýðræðisumbætur sem verða að eiga sér stað eigi síðar en núna - svo við lendum ekki í sömu aðstæðum eftir 10 ár.

Borgarahreyfingin er þverpólitískt bandalag fólks sem er búið að fá nóg af úrræðaleysi og spillingu ráðamanna.

Birgitta Jónsdóttir, 14.4.2009 kl. 07:37

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er ekki allt í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum frí við þessar kosningar?

Ég bý í Reykjavík norður og ég sé að annar maður á F-lista er bloggvinur þinn og ég ætla að kjósa hana. 

Sigurður Þórðarson, 14.4.2009 kl. 07:38

3 Smámynd: B Ewing

Tek undir með Birgittu,  Það má alveg kynna sér stefnu Borgarahreyfingarinnar. Af þeim flokkum sem ég hef stutt í gegnum tíðina þá er stefna þeirra næst þeirri sem ég vil fylgja.

Þeir Sjálfstæðismenn sem eru í vafa hvort þeir eiga að styðja flokkinn við þessar aðstæður eða ekki bið ég að skila auðu eða vera heima.  Reyndar væri skárra að skila auðu og heimta síðan að auðir seðlar séu ekki lengur taldir með ógildum því að mjög skýr afstaða felst í auðum atkvæðaseðli (ólíkt því sem sumir stjórnmálamenn halda fram).

B Ewing, 14.4.2009 kl. 07:47

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Semsé: Borgarahreyfingin er hægriflokkur með hreint sakavottorð hlynnt aðild Íslands að ESB. Ja, lítið leggst fyrir vinstri kappana þar um borð.

Jóhannes Ragnarsson, 14.4.2009 kl. 07:57

5 identicon

Þeir sem í blindni kjósa sjálfstæðisflokkinn núna eru annaðhvort greindarskertir eða með Stockholm heilkennið. Fólk kýs ekki svona þvælu aftur og aftur nema það sé eitthvað mikið að.

XO held ég bara. Snerti þessa fjórflokka ekki með töng.

lundi (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 08:05

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég þakka góðar ábendingar. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.4.2009 kl. 08:10

7 identicon

Það er verra fyrir okkur hægri menn sem ekki kjósa esb aðild að kjósa. En mér sýnist að Borgarahreyfingin sé eini/besti kosturinn, þessi evruþvæla getur hvort eð er ekki orðið að veruleika næstu áratugina ef við ætlum að borga alla skuldir áhættufjárfesta í útlöndum.

assa (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 08:35

8 identicon

Kjósendur sem vilja hafna spillingu gömlu flokkanna eiga góðan valkost í Borgarahreyfingunni.

Áfram xO

Kolla (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 10:51

9 identicon

xO vilja aðildarumræður fyrir evrópuráðið svo að ég kýs þá ekki frekar en Samfó.

ragga (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 12:46

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Birgitta,

Ég sé að þið eru komin með 8% í mínu kjördæmi Reykjavík norður skv. Capacent.  Maður verðu að fara að kynna sér ykkur betur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.4.2009 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband