13.4.2009 | 19:51
Guðlaugur þarf að draga sig í hlé á meðan á þessari úttekt stendur
Ef Guðlaugur þarf að kalla á ríkisendurskoðanda til að taka út sín störf er honum varla stætt á öðru en að draga sig í hlé frá stjórnmálum á meðan.
Hvernig geta heiðvirtir kjósendur kosið mann sem er undir rannsókn ríkisendurskoðenda? Hvað gerist ef hann er kosinn á þing og ríkisendurskoðandi finnur eitthvað athugavert við hans störf hjá OR?
Það er ekki bæði haldið og sleppt.
Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn að sýna að nýir og betri siðir gildi þar innan dyra.
Óskar úttektar á störfum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ríkisendurskoðun getur ekki rannsakað mútumál. Það er á verksviði lögreglunnar.
Sigurður Þórðarson, 13.4.2009 kl. 19:57
Sigurður,
Ef það er rétt, er staða Guðlaugs vonlaus og það var alltaf ljóst að setja hann í fyrsta sætið í Reykjavík með Illuga var mjög misráðið af Flokknum svo ekki sé tekið sterkar til orða.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2009 kl. 20:06
Njóta ekki þingmenn friðhelgi? Væri hægt að lögsækja Guðlaug meðan hann er þingmaður ef Ríkisendurskoðun kemst að einhverju saknæmu?
Helga (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 22:37
Sæll
Það er ekki beint það sem dregur að atkvæðin, frambjóðandi sem er í rannsókn hjá ríkisendurskoðun.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.4.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.