11.4.2009 | 19:31
...og þá vita kjósendur hverjir ráða á þeim bæ!
Að stjórn Framsóknarflokksins geti ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þetta mál án þess að "leita samþykkis" manna út í bæ er vægast sagt stórfurðulegt ef ekki hreinlega kómískt.
Hvað gera svo þessir menn ef þeir lenda óvart í stjórn? Maður er núna farinn að skilja hvers vegna Framsókn treysti sér ekki til að taka þátt í núverandi stjórn en kaus að styðja hana frá hliðarlínunni.
Nei, skýringar Framsóknar eru jafn traustvekjandi og trúverðugar og hjá hinum flokkunum í þessu máli.
Framsókn leitar samþykkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ertu að gefa í skyn að "formaður götunnar" hafi ekki komið tómhentur?
Bjarni G. P. Hjarðar, 11.4.2009 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.