... og krónan fellur.

15.5% vextir skipta litlu máli þegar tækifærin til að ávaxta sitt fé liggja ekki á Íslandi.  Gjaldeyrishöftin valda því að Íslendingar og krónubréfshafar geta ekki tekið þátt í hinni mjög svo jákvæðu hækkun á erlendum hlutabréfmörkuðum.  Fórnarkostnaðurinn að vera lokaður inni í krónum hækkar sífellt. Þetta setur enn meiri þrýsting á krónuna.  Ljóst er að bæði innlendir og erlendir aðilar munu nota allar aðferðir sem til eru að koma sér út út krónunni.  Þetta þýðir aðeins eitt:  krónan verður veik um ókomna framtíð og höftin vera efld.

Ef það er ein lexía sem ábyrgir Íslenskir fjárfestar hafa lært og ekki veður gleymd fljótt, þá er það sú að treysta ekki á íslenska banka og stjórnvöld.  Allar götur frá stofnun Lýðveldisins hefur það ávallt verið besta langtímafjárfesting íslenskra sparifjáreigenda að ávaxta sitt pund í erlendum gjaldeyri í erlendum banka. 

Þjóðhagslega er þetta slæmt en engu að síður rétt niðurstaða fyrir einstaka sparifjáreigendur.  Og aldrei er mikilvægara að hafa þetta í huga en einmitt nú þegar velferðarkerfið verður skorið niður eftir kosningar. 


mbl.is Bandarísk hlutabréf þjóta upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband