4.4.2009 | 18:25
Framsókn byggir með ráð og dáð!
Hér kemur enn einn flokkurinn með töfrasprota sem á augabragði mun breyta íslensku efnahagslífi til hins betra. Allt þetta virðist vera hægt með ráð og dáð en ekki fjármagni.
Allar hugmyndir Framsóknarflokksins virðast annað hvort kosta ekkert eða borgaðar af erlendum kröfuhöfum. Þetta er ekkert annað en óskhyggja. Varla er minnst á ríkisfjármálin og skattastefna flokksins er ein allsherjar þoka.
Þessi stefnuyfirlýsing er svo ótrúlega léleg og illa sett fram að ég get ekki fengið mig til að eyða meiri tíma í svona vitleysu.
Eina undantekningin er stefna flokksins um nýja stjórnarskrá sem ber að fagna.
Vaxtalækkun og niðurfærsla skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fagna mörgu í stefnu Framsóknarflokksins. Ég tel þetta einu nothæfu tilögurnar frá stjórnmálaflokkunum sem nú bjóða sig fram. Aðrir flokkar virðast byggja sínar leiðir á því að fasteignaverðið muni hækka, en ég tel hisvegar að fasteignaverð ársins 2007 verði sögulegt hámark í marga áratugi.
Tilhvers að bíða með afskritir þegar þær eru hvort eð er fyrirsjáanlegar. Ég tel betra að koma þeim strax á frekar en að nota gjaldþrotaleiðina sem mun valda mun meira hruni en þörf er á.
Offari, 4.4.2009 kl. 18:33
Að afskrifa skuldir fyrirtækja án þess að taka hlutabréf á móti er ekkert annað en einkavinavæðing bakdyramegin. Engir erlendir fjárfestar munu lána fé hingað til lands ef þetta verður að raunveruleika. Hvar á fjármagnið að koma til að endurbyggja atvinnulífið?
Andri Geir Arinbjarnarson, 4.4.2009 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.